Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 568. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1147  —  568. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
um þróun frítekjumarks barna og almenns frítekjumarks.


     1.      Hver hefur þróun fjárhæðar frítekjumarks barna yngri en 16 ára verið síðan 2007? Svarið óskast sundurliðað eftir árum og eftir því um hvaða frítekjumark er að ræða, þ.e. vegna tekna, vaxtatekna o.s.frv.
    Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára hefur ekki breyst frá árinu 2007. Einstaklingar undir 16 ára aldri greiða ekki tekjuskatt og útsvar af fyrstu 100.745 kr. af launatekjum sínum. Eftir það borga þeir 6% skatt (4% tekjuskatt og 2% útsvar).

     2.      Hversu mikið hefur fjárhæð almenns frítekjumarks hækkað á sama tíma? Svarið óskast sundurliðað á sama hátt og áður.

Almennt frítekjumark     
Ár Staðgreiðsluhlutfall Tekjuskattur Persónuafsláttur Skattleysismörk Skattleysismörk ríkisins
2007 35,72% 22,8% 32.150 90.006 141.319
2008 35,72% 22,8% 34.034 95.280 149.600
2009 37,20% 24,1% 44.205 118.831 183.423
2010 37,22% 24,1% 44.205 118.767 183.423
2011 37,31% 22,9% 44.205 118.480 193.035
2012 37,34% 22,9% 46.532 124.617 203.197

    Frítekjumarkið er samspil persónuafsláttar og staðgreiðsluhlutfalls. Taflan sýnir skattleysismörk gagnvart skattgreiðanda. Ríkissjóður ábyrgist útsvar til sveitarfélaga af öllum tekjum og því er kostnaður hans, vegna þeirra sem hafa lægri tekjur en skattleysismörk, jafnt og útsvarshlutfall af tekjum.
    Við skattleysismörkin byrja einstaklingar að greiða útsvar sitt sjálfir en ríkissjóður fær ekki tekjur fyrr en hann greiðir allt útsvarið sjálfur.

     3.      Hversu mikið hafa vísitölur hækkað á þessum tíma, sundurliðað eftir árum?
    Í svarinu er reiknað með vísitölu neysluverðs.

Árshækkun %, meðaltal ársins
Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs
án húsnæðis
2006 6,8 4,8
2007 5,0 2,5
2008 12,4 12,2
2009 12,0 16,1
2010 5,4 7,5
2011 4,0 3,8
Heimild: Hagstofa Íslands.