Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 723. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1161  —  723. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um hagsmuni ferðaþjónustunnar.

Frá Telmu Magnúsdóttur.


    Hvernig hyggst ráðherra tryggja að ferðaþjónusta, sem hefur náttúruna og ósnortin víðerni sem sína mestu auðlind, geti vaxið sem ein af helstu atvinnugreinum þjóðarinnar um leið og lögð er áhersla á uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem krefst frekari virkjanaframkvæmda þegar sýnt hefur verið fram á að þær hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu?


Skriflegt svar óskast.