Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 725. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1163  —  725. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um aðstöðu og skipulag á Hveravöllum.

Frá Telmu Magnúsdóttur.


     1.      Hvernig telur ráðherra að bæta megi aðstöðu og skipulag á Hveravöllum þannig að vernda megi viðkvæma náttúru á svæðinu?
     2.      Kemur til greina að veita aukna fjármuni í þessum tilgangi?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra mæta óskum Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Hveravallafélagsins um afnot af húsi í eigu Veðurstofu Íslands til að mæta aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu?


Skriflegt svar óskast.