Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 758. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1217  —  758. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýtingarrétt og arð af ríkisjörðum.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Hvaða almennu reglur gilda um rétt þeirra sem sitja ríkisjarðir til að nýta land og landsgæði á jörðunum?
     2.      Nær nýtingarréttur til námavinnslu og sölu á jarðefnum af jörðunum (sandur, möl og grjót)?
     3.      Nær nýtingarréttur til leigu á landi undir endurvarpa útvarps- og sjónvarpsstöðva eða símafyrirtækja?
     4.      Hvaða reglur gilda varðandi vatnsréttindi, veiðiréttindi, þ.m.t. arð af ám og vötnum, hreindýraarð og önnur sambærileg réttindi?
     5.      Er reynt að tryggja að nýting hlunninda rýri ekki verðmæti jarðanna?
     6.      Hvaða eftirlit er haft með nýtingu lands og landsgæða (hlunninda) á ríkisjörðum?
     7.      Hvernig er háttað endurskoðun á leigugjaldi af jörðum og húsakosti, þ.m.t. íbúðarhúsnæði?


Skriflegt svar óskast.