Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 759. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1218  —  759. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang almennings
að beinum útsendingum frá stórviðburðum í íþróttum.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Hver er skoðun ráðherra á því að stórviðburðir í íslenskum íþróttum, t.d. landsleikir í knattspyrnu og handknattleik, skuli eingöngu vera aðgengilegir landsmönnum í læstri sjónvarpsútsendingu?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að nýta reglugerðarheimild í 48. gr. laga um fjölmiðla, nr. 38/ 2011, og tryggja opinn aðgang landsmanna að öllum íslenskum stórviðburðum, þar á meðal landsleikjum í helstu íþróttagreinum sem stundaðar eru hérlendis?
     3.      Er eitthvað að mati ráðherra sem hindrar að slík reglugerð verði sett?
     4.      Má vænta þess að slík reglugerð verði sett nú á næstunni?


Skriflegt svar óskast.