Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 615. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1220  —  615. mál.




Svar



forseta Alþingis við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um kostnað
við að kalla stjórnlagaráð saman.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig skiptist kostnaðurinn við að kalla stjórnlagaráð saman dagana 8.–11. mars sl. milli eftirfarandi liða:
     a.      launa ráðsfulltrúa,
     b.      starfsmannakostnaðar,
     c.      húsnæðiskostnaðar,
     d.      hótelkostnaðar og fæðis,
     e.      annars kostnaðar, sundurliðaðs?


    Heildarkostnaður við að kalla saman stjórnlagaráð dagana 8.–11. mars sl. var 7.082.211 kr. og skiptist þannig:
Laun ráðsfulltrúa: 3.293.587 kr.
Starfsmannakostnaður: 1.925.969 kr.
Húsnæðiskostnaður: 826.000 kr.
Hótelkostnaður og fæði: 392.560 kr.
Annar kostnaður: 644.095 kr. sem skiptist þannig:
Fundagjöld (Nýherji hf.): 405.498 kr.
Dagpeningar innanlands: 104.000 kr.
Annar ferðakostnaður innanlands: 57.742 kr.
Ljósmyndarar: 31.375 kr.
Sendibifreiðar: 7.182 kr.
Síminn: 6.923 kr.
Háskóli Íslands, nettenging: 31.375 kr.