Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 459. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1294  —  459. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Tryggva Þórs Herbertssonar um tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt, tekjuhluta, tekjuskattsstofn
og bætur og tilfærslur.

     1.      Hve margir einstaklingar greiddu tekjuskatt árin 1995, 2000, 2005, 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010? Hvað greiddu margir einstaklingar nettótekjuskatt sömu ár (tekjuskatt að frádregnum öllum bótum og tilfærslum frá hinu opinbera)? Hvað borguðu þessir einstaklingar í tekjuskatta samtals sömu ár? Hvað borguðu a) 1%, 5% og 10% þeirra tekjuhæstu, b) 10% og 20% þeirra tekjulægstu hátt hlutfall af nettóheildartekjuskatti sömu ár (tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum)?
    Svar byggist á gögnum frá ríkisskattstjóra. Svarið á við tekjur til ríkisins, ekki útsvar. Handreiknuð álagning eru ekki inni í þessum tölum. Tölur fyrir árið 2010 koma úr álagningu frá árinu 2011. Nettótekjuskattur er tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum, þ.e. eftirtaldir liðir: atvinnuleysisbætur, húsaleigubætur, barnabætur, vaxtabætur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla (á einungis við á árinu 2010), uppbót á lífeyri (á einungis við á árinu 2007), greiðslur frá Tryggingastofnun og skattfrjálsar greiðslur frá Tryggingastofnun (ekki með í útreikningum á árinu 1995).

Ár Tekjuskattur, fjöldi Nettótekjuskattur, fjöldi Tekjuskattur, upphæð (mkr.)
1995 103.532 85.530 31.435
2000 135.385 110.564 49.587
2005 163.540 130.071 77.139
2006 175.500 140.230 86.583
2007 178.270 142.728 92.139
2008 179.521 138.230 98.696
2009 158.603 115.276 96.218
2010 151.290 111.505 100.566

a)
Ár 1% tekjuhæstu (mkr.) 5% tekjuhæstu (mkr. ) 10% tekjuhæstu (mkr.)
1995 2.364 6.992 10.911
2000 3.390 10.318 16.344
2005 5.969 16.412 25.326
2006 6.917 18.578 28.435
2007 9.395 21.778 31.933
2008 8.397 22.181 33.538
2009 8.167 22.516 33.967
2010 8.483 23.905 36.075

b) Svar miðast við að tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum sé jákvæður: Þar sem bætur eru hærri en greiddur tekjuskattur er einstaklingur ekki talinn með.

Ár 10% tekjulægstu, nettó 20% tekjulægstu, nettó
1995 0,9% 3,1%
2000 0,8% 3,2%
2005 1,0% 3,6%
2006 1,0% 3,6%
2007 1,0% 3,5%
2008 1,1% 3,7%
2009 1,1% 3,6%
2010 1,0% 3,5%

     2.      Hve margir einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt fyrrgreind ár? Hvað borguðu þessir einstaklingar í fjármagnstekjuskatta samtals sömu ár? Hvað borguðu a) 1%, 5% og 10% þeirra tekjuhæstu, b) 10% og 20% þeirra tekjulægstu hátt hlutfall af nettóheildartekjuskatti + fjármagnstekjuskatti sömu ár (tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum)?
    Svar byggist á gögnum frá ríkisskattstjóra. Handreiknuð álagning er ekki inni í þessum tölum. Fjármagnstekjuskattur var ekki lagður á árið 1995 í því formi sem hann er í dag. Við álagningu árið 2011 var tekið upp frítekjumark vegna vaxtatekna sem nemur 100.000 kr. á ári. Vegna þaksins fækkar verulega í hópi þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt.

Ár Fjöldi Upphæð (mkr.)
2000 76.820 3.284
2005 81.711 11.994
2006 89.257 15.977
2007 94.546 24.454
2008 168.863 19.492
2009 170.999 15.540
2010 44.182 10.009

a) Svar er í milljónum króna. Fjármagnstekjuskattur var ekki lagður á árið 1995 í því formi sem hann er í dag. Í svarinu er einungis miðað við fjármagnstekjuskatt.

Ár 1% tekjuhæstu (mkr.) 5% tekjuhæstu (mkr.) 10% tekjuhæstu (mkr.)
2000 1.113 1.776 2.038
2005 5.627 7.342 7.899
2006 7.130 9.697 10.556
2007 10.874 14.196 15.310
2008 7.289 10.893 12.312
2009 6.397 9.096 10.123
2010 2.765 4.583 5.442

b) Svar miðast við að tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum sé jákvæður (stærri en núll). Fjármagnstekjuskattur var ekki lagður á árið 1995 í því formi sem hann er í dag. Í svarinu er reiknað út frá nettóheildartekjuskatti auk fjármagnstekjuskatts. Við álagningu árið 2011 var tekið upp frítekjumark vegna vaxtatekna sem nemur 100.000 kr. á ári. Vegna þaksins fækkar verulega í hópi þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt. Þar af leiðandi er samanburðurinn á milli áranna 2009 og 2010 skekktur.

Ár 10% tekjulægstu, nettó 20% tekjulægstu, nettó
2000 0,5% 2,0%
2005 0,9% 2,7%
2006 1,0% 2,7%
2007 1,7% 3,2%
2008 0,6% 1,2%
2009 0,2% 0,7%
2010 1,2% 3,5%

     3.      Hve margir einstaklingar greiddu auðlegðarskatt/eignarskatt fyrrgreind ár? Hvað borguðu þessir einstaklingar í auðlegðarskatt/eignarskatt samtals sömu ár (aldursdreifing þeirra sem borguðu auðlegðarskatt/eignarskatt árið 2010 á fimm ára bilum (tíðnitöflu))? Hvað borguðu a) 1%, 5% og 10% þeirra tekjuhæstu, b) 10% og 20% þeirra tekjulægstu hátt hlutfall af nettóheildartekjuskatti + fjármagnstekjuskatti + auðlegðarskatti/eignarskatti sömu ár (tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum)?
    Svar byggist á gögnum frá ríkisskattstjóra. Handreiknuð álagning er ekki inni í þessum tölum. Á árunum 2005, 2006, 2007 og 2008 var hvorki lagður á eignarskattur né auðlegðarskattur.

Ár Auðlegðar-/eignarskattur, fjöldi Auðlegðar-/eignarskattur, upphæð (mkr.)
1995 49.558 1.845
2000 65.012 3.569
2009 3.678 3.644
2010 5.342 6.182

Tíðnitafla (tekjuár 2010):
Fæðingarár Fjöldi Fjöldi % Samtals (mkr.) Samtals %
1905–1909 0 0,0% 0 0,0%
1910–1914 3 0,1% 7 0,1%
1915–1919 22 0,4% 9 0,1%
1920–1924 95 1,8% 116 1,9%
1925–1929 216 4,0% 220 3,6%
1930–1934 366 6,9% 370 6,0%
1935–1939 438 8,2% 461 7,5%
1940–1944 705 13,2% 759 12,3%
1945–1949 864 16,2% 1.009 16,3%
1950–1954 791 14,8% 936 15,1%
1955–1959 695 13,0% 714 11,5%
1960–1964 538 10,1% 688 11,1%
1965–1969 354 6,6% 525 8,5%
1970–1974 157 2,9% 264 4,3%
1975–1979 69 1,3% 81 1,3%
1980–yngri 29 0,5% 24 0,4%
5.342 100,0% 6.182 100,0%
a) Svar er í milljónum króna. Handreiknuð álagning er ekki inni í þessum tölum. Á árunum 2005, 2006, 2007 og 2008 var hvorki lagður á eignarskattur né auðlegðarskattur. Í þessum tölum er miðað við tekjuskattsstofn.

Ár 1% tekjuhæstu (mkr.) 5% tekjuhæstu (mkr.) 10% tekjuhæstu (mkr.)
1995 69 195 310
2000 101 339 553
2009 78 271 459
2010 107 475 756

b) Svar miðast við að tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum sé jákvæður (stærri en núll). Handreiknuð álagning er ekki inni í þessum tölum. Á árunum 2005, 2006, 2007 og 2008 var hvorki lagður á eignarskattur né auðlegðarskattur. Tölurnar miðast við nettóheildartekjuskatt auk fjármagnstekjuskatts og auðlegðar/eignaskatts. Við álagningu árið 2011 var tekið upp frítekjumark vegna vaxtatekna af fjármagni sem nemur 100.000 kr. á ári. Vegna þaksins fækkar verulega í hópi þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt. Þar af leiðandi er samanburðurinn á milli áranna 2009 og 2010 skekktur.

Ár 10% tekjulægstu, nettó 20% tekjulægstu, nettó
1995 1,4% 2,8%
2000 1,1% 2,4%
2009 0,8% 1,5%
2010 2,6% 4,9%

     4.      Hvað borguðu 80%, 70%, 60%, 50%, 40%, 30%, 20%, 10% og 1% (tekjuhærri hluti) þeirra sem borguðu nettótekjuskatt í skatta fyrrgreind ár?
    Svar byggist á gögnum frá ríkisskattstjóra. Handreiknuð álagning er ekki inni í þessum tölum. Svarið á við tekjuskatt, ekki útsvar. Tölur eru í milljónum króna.

Hlutfall 1995 2000 2005 2006 2007 2008 2009 2010
80% 27.131 42.925 63.972 70.094 73.521 76.466 74.348 78.949
70% 26.199 41.815 61.436 67.353 70.750 73.534 71.640 75.977
60% 24.907 40.010 58.005 63.659 67.077 69.715 67.964 72.046
50% 23.168 37.421 53.612 58.929 62.409 64.852 63.295 67.176
40% 20.972 33.969 48.143 53.057 56.611 58.804 57.510 61.045
30% 18.167 29.438 41.336 45.762 49.345 51.239 50.174 53.282
20% 14.522 23.471 32.823 36.527 40.077 41.455 40.732 43.262
10% 9.530 15.308 21.614 24.270 27.603 28.038 27.713 29.463
1% 2.067 3.204 5.150 5.982 8.356 7.105 6.609 6.867

     5.      Hver var heildartekjuskattsstofn samtals fyrrgreind ár? Hver var heildartekjuskattsstofn 1%, 5%, 10%, 20%, 30%, 40%, 50%, 60%, 70%, 80% og 90% þeirra tekjuhæstu samtals sömu ár?
    Svar byggist á gögnum frá ríkisskattstjóra. Handreiknuð álagning er ekki inni í þessum tölum. Heildartekjuskattsstofn er tekjuskattsstofn og fjármagnstekjuskattsstofn. Tölur eru í milljónum króna.

1995 2000 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Samtals

192.642
359.179 607.135 702.519 826.567 849.167 796.232 728.235
90% 183.216 343.585 583.902 676.394 796.669 816.216 762.033 694.464
80% 172.705 325.730 557.024 645.992 762.095 777.552 722.864 656.199
70% 160.925 305.190 525.832 610.519 721.913 732.599 677.971 612.740
60% 147.672 281.520 489.349 568.947 675.220 680.875 626.614 563.352
50% 132.665 254.303 446.869 520.620 621.530 620.710 568.157 507.451
40% 115.661 223.117 397.950 464.961 560.155 552.404 501.862 444.273
30% 96.175 187.103 341.465 400.774 489.452 473.897 426.201 372.266
20% 73.381 144.658 275.280 325.133 406.094 381.373 337.759 283.098
10% 45.290 92.337 193.617 230.572 301.861 264.881 227.987 184.862
5% 27.363 58.274 139.306 167.315 230.368 185.649 153.249 117.653
1% 8.337 21.962 77.375 90.808 142.890 89.888 71.770 42.455

     6.      Hverjar voru greiddar heildarbætur og tilfærslur fyrrgreind ár? Hverjar voru greiddar heildarbætur og tilfærslur til þeirra 1%, 5%, 10%, 20%, 30%, 40%, 50%, 60%, 70%, 80% og 90% sem mest fengu sömu ár?
    Svar byggist á gögnum frá ríkisskattstjóra. Handreiknuð álagning er ekki inni í þessum tölum. Tölur eru í milljónum króna. Bætur sem hér er reiknað út frá eru atvinnuleysisbætur, húsaleigubætur, barnabætur, vaxtabætur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla (á einungis við á árinu 2010), uppbót á lífeyri (á einungis við á árinu 2007), greiðslur frá Tryggingastofnun og skattfrjálsar greiðslur frá Tryggingastofnun (ekki með í útreikningum á árinu 1995).

1995 2000 2005 2006 2007 2008 2009 2010

Samtals

23.213
33.131 47.082 51.192 58.426 70.034 94.056 99.903
90% 23.106 32.977 46.879 50.960 58.161 69.685 93.597 99.659
80% 22.783 32.618 46.417 50.414 57.491 68.749 92.340 98.888
70% 22.209 31.922 45.545 49.419 56.283 67.068 90.060 97.280
60% 21.324 30.796 44.105 47.813 54.422 64.522 86.901 94.316
50% 20.123 29.244 42.159 45.693 52.040 61.232 82.944 89.684
40% 18.591 27.203 39.432 42.799 48.841 57.084 77.265 82.972
30% 16.317 24.063 35.138 38.530 44.156 51.149 67.685 72.981
20% 12.535 18.739 27.501 30.753 35.515 40.799 52.537 56.857
10% 7.317 11.440 16.753 18.922 21.784 25.101 31.606 34.181
5% 4.093 6.791 9.878 11.242 12.875 14.983 18.362 19.770
1% 1.096 2.050 3.019 3.436 3.836 4.551 5.305 5.615