Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 796. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1350 — 796. mál.
1. Hvað líður setningu reglugerðar skv. 5. mgr. 27. gr. laga nr. 100/2007 um hvaða tilteknu atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir skv. IV. kafla almannatryggingalaga?
2. Hefur ráðuneytið brugðist við því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá í mars 2007 um stjórnsýsluúttekt á Vinnueftirliti ríkisins að tölfræðilegum upplýsingum um gæði vinnuumhverfis sé verulega ábótavant auk þess sem skráning atvinnusjúkdóma er talin langt undir raunverulegum fjölda tilfella?
3. Hefur ráðuneytið brugðist við umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins til ráðuneytisins frá 16. janúar 2008 um framangreinda skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er því beint til ráðuneytisins að auk þess að setja reglugerð skv. 5. mgr. 27. gr. laga nr. 100/2007 taki Ísland þátt í reglubundnum könnunum Dublinarstofnunarinnar um vinnuaðstæður og efli rannsóknir og fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði atvinnusjúkdóma?
Skriflegt svar óskast.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1350 — 796. mál.
Fyrirspurn
til velferðarráðherra um skráningu bótaskyldra atvinnusjúkdóma o.fl.
Frá Magnúsi M. Norðdahl.
1. Hvað líður setningu reglugerðar skv. 5. mgr. 27. gr. laga nr. 100/2007 um hvaða tilteknu atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir skv. IV. kafla almannatryggingalaga?
2. Hefur ráðuneytið brugðist við því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá í mars 2007 um stjórnsýsluúttekt á Vinnueftirliti ríkisins að tölfræðilegum upplýsingum um gæði vinnuumhverfis sé verulega ábótavant auk þess sem skráning atvinnusjúkdóma er talin langt undir raunverulegum fjölda tilfella?
3. Hefur ráðuneytið brugðist við umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins til ráðuneytisins frá 16. janúar 2008 um framangreinda skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er því beint til ráðuneytisins að auk þess að setja reglugerð skv. 5. mgr. 27. gr. laga nr. 100/2007 taki Ísland þátt í reglubundnum könnunum Dublinarstofnunarinnar um vinnuaðstæður og efli rannsóknir og fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði atvinnusjúkdóma?
Skriflegt svar óskast.