Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 679. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1353  —  679. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu,
með síðari breytingum (eftirlit með heilbrigðisþjónustu).

Frá meiri hluta velferðarnefndar (ÁI, JRG, LGeir, VBj, MN).

     1.      1. gr. orðist svo:
             Við 1. mgr. 7. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skylda til að láta landlækni í té upplýsingar og gögn tekur m.a. til tímabundinnar söfnunar persónugreinanlegra upplýsinga og gagna sem landlæknir telur nauðsynlega vegna eftirlits með afmörkuðum þáttum heilbrigðisþjónustu í því skyni að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Ekki skal varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli þessarar málsgreinar lengur en nauðsynlegt er vegna eftirlitsverkefnis. Ákvæði 8. gr. um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu eiga ekki við um upplýsingar sem er aflað á grundvelli þessarar greinar.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Skrá um ígrædd lækningatæki.
     3.      2. gr. orðist svo:
              Lög þessi öðlast þegar gildi en þó skal 2. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013.