Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 776. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1468  —  776. mál.
Svarvelferðarráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um skiptingu bótaflokka samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig skiptast eftirfarandi bótaflokkar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar frá árinu 1999 til 2011:
     a.      uppbætur til reksturs bifreiðar,
     b.      uppbætur til kaupa á bifreið,
     c.      styrkur vegna bifreiðarkaupa,
     d.      styrkur vegna kaupa á sérútbúinni bifreið?
    Svar óskast sundurliðað eftir upphæðum og fjölda bótaþega.


    Í eftirfarandi töflu koma fram upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands um fjölda þeirra sem fengu greiddar uppbætur til reksturs bifreiða í desember ár hvert og upplýsingar um heildarfjölda þeirra sem fengu uppbætur og styrki til kaupa á bifreiðum á árunum 1999–2011. Einnig koma fram fjárhæðir uppbóta og styrkja fyrir sömu ár.
    Athygli er vakin á því að á árunum 1999–2002 var greiddur bensínstyrkur (nú uppbætur vegna reksturs bifreiða) og þá voru einungis greiddir styrkir vegna bifreiðakaupa, ekki uppbætur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.