Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 544. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1483  —  544. mál.
Svarefnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
um íbúðir í eigu banka og lífeyrissjóða.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margar íbúðir eru nú í eigu banka og lífeyrissjóða, sundurliðað eftir sveitarfélögum og póstnúmerum?

    Við vinnslu fyrirspurnarinnar var leitað upplýsinga hjá Landssamtökum lífeyrissjóða og Samtökum fjármálafyrirtækja. Í svari Samtaka fjármálafyrirtækja kemur fram að í lok árs 2011 áttu viðskiptabankarnir og þrír sparisjóðir samtals 633 íbúðir. Þar af voru 63 ekki fullkláraðar. Samtökin höfðu ekki yfir að ráða upplýsingum sundurliðuðum eftir sveitarfélögum og póstnúmerum.
    Ráðuneytið sendi skriflega beiðni til viðskiptabanka, sparisjóða og slitastjórna þar sem óskað var svara við fyrirspurninni, flokkað eftir sveitarfélögum og póstnúmerum. Sparisjóðir og Drómi hf./slitabú Frjálsa fjárfestingarbankans hf. svöruðu beiðninni en svör hafa ekki borist frá viðskiptabönkunum.
    Drómi/slitabú Frjálsa fjárfestingarbankans hf. áttu 217 fullbúnar íbúðir, allar á höfuðborgarsvæðinu. Í töflunni er að finna upplýsingar frá sparisjóðunum og lífeyrissjóðunum, sundurliðað eftir póstnúmerum og sveitarfélögum.

Íbúðir í eigu sparisjóða og lífeyrissjóða.

Póstnúmer Sveitarfélag Fjöldi íbúða í eigu sparisjóða Fjöldi íbúða í eigu lífeyrissjóða
101–113 Reykjavík 1 8
170 Seltjarnarnes 1
200 og 201 Kópavogur 1 3
210 Garðabær 1
220 og 221 Hafnarfirði 7
240 Grindavík 1
260 Reykjanesbær 1 4
270 Mosfellsbær 2
300 Akraneskaupstaður 1
430 Ísafjarðarbær 1
550 Skagafjörður 1
580 og 625 Fjallabyggð 1 1
640 og 641 Norðurþing 5
680 Langanesbyggð 1
730 Fjarðabyggð 1 1
800–825 Árborg 4 2
Samtals 17 32