Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1504, 140. löggjafarþing 736. mál: réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda (heildarlög).
Lög nr. 57 25. júní 2012.
Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja einstaklingum með kynáttunarvanda jafna stöðu fyrir lögum á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi.
Gildissvið.
Lög þessi gilda um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda.
Skilgreiningar.
Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð svofellda merkingu:
Teymi Landspítala um kynáttunarvanda.
Á Landspítala skal starfa teymi sérfræðinga um kynáttunarvanda og skal það tilnefnt af forstjóra sjúkrahússins. Hlutverk teymisins er að hafa umsjón með greiningu og viðurkenndri meðferð einstaklinga með kynáttunarvanda. Í teyminu skulu vera sérfræðingar á sviði geðlækninga, innkirtlalækninga og sálfræði. Teyminu er heimilt að kalla til aðra sérfræðinga sér til ráðgjafar og samstarfs.
Hafi einstaklingur með kynáttunarvanda hlotið greiningu og viðurkennda meðferð í útlöndum er teyminu heimilt að taka tillit til þess.
Skipun sérfræðinefndar um kynáttunarvanda.
Ráðherra skipar sérfræðinefnd um kynáttunarvanda til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti þrír menn. Skulu tveir nefndarmenn skipaðir án tilnefningar, landlæknir, sem er formaður nefndarinnar, og annar læknir. Þriðji nefndarmaðurinn, lögfræðingur, skal tilnefndur af ráðherra sem fer með mannréttindamál.
Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði og skal hún hafa aðsetur hjá embætti landlæknis.
Verkefni sérfræðinefndar um kynáttunarvanda.
Sá sem hlotið hefur greiningu og viðurkennda meðferð hjá teymi Landspítala um kynáttunarvanda getur óskað staðfestingar hjá sérfræðinefnd um kynáttunarvanda um að hann tilheyri gagnstæðu kyni. Með umsókn skal fylgja greinargerð teymisins. Þar skal m.a. koma fram að umsækjandi hafi verið undir eftirliti teymisins í a.m.k. 18 mánuði og hafi verið í gagnstæðu kynhlutverki í a.m.k. eitt ár.
Jafnframt er það skilyrði staðfestingar að umsækjandi sé lögráða, eigi lögheimili og hafi haft samfellda, löglega dvöl hér á landi síðustu tvö árin fyrir umsókn og sé sjúkratryggður samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.
Uppfylli umsækjandi skilyrði 1. og 2. mgr. staðfestir sérfræðinefndin að hann tilheyri gagnstæðu kyni. Ef við á skal sérfræðinefndin einnig staðfesta að umsækjandi sé hæfur til kynleiðréttandi aðgerðar.
Sérfræðinefndin skal tilkynna umsækjanda niðurstöður ákvörðunar skv. 3. mgr. Sérfræðinefndin tilkynnir jafnframt Þjóðskrá Íslands að kyn umsækjanda hafi verið leiðrétt samkvæmt lögum þessum.
Ákvörðun sérfræðinefndarinnar skv. 3. mgr. er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds.
Réttaráhrif staðfestingar sérfræðinefndar um kynáttunarvanda.
Umsækjandi sem hlotið hefur staðfestingu skv. 3. mgr. 6. gr. nýtur allra þeirra réttinda að lögum sem skráð kyn ber með sér.
Kynleiðréttingar og nafnbreytingar í þjóðskrá.
Jafnskjótt og Þjóðskrá Íslands berst tilkynning um leiðrétt kyn einstaklings skv. 4. mgr. 6. gr. skal stofnunin upplýsa viðkomandi um skyldu til nafnbreytingar.
Leiðrétting á kyni verður ekki skráð í þjóðskrá fyrr en gild umsókn um nafnbreytingu hefur borist Þjóðskrá Íslands og nafni umsækjanda hefur verið breytt samkvæmt lögum um mannanöfn.
Við leiðréttingu á kyni og nafnbreytingu í þjóðskrá er heimilt að úthluta umsækjanda nýrri kennitölu hjá Þjóðskrá Íslands. Óski hann nýrrar kennitölu skal fyrri kennitala vera aðgengileg þeim stjórnvöldum og öðrum aðilum sem starfs síns vegna þurfa að vita um tengsl nýju og eldri kennitölunnar.
Viðurkenning erlendra ákvarðana.
Einstaklingur, sem skráður er í þjóðskrá en býr í útlöndum eða hefur búið þar og fengið leiðréttingu á kyni sínu vegna kynáttunarvanda eða nafnbreytingu í tengslum við það ferli, getur óskað þess að Þjóðskrá Íslands skrái þessar breytingar í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands metur gildi framlagðra gagna umsækjanda, m.a. hvort nafnbreyting og/eða leiðrétting á kyni hafi verið gerð samkvæmt heimild þar til bærra stjórnvalda eða dómstóla.
Réttarstaða barns gagnvart foreldri.
Réttarstaða barns gagnvart foreldri sem hlotið hefur staðfestingu skv. 3. mgr. 6. gr. er sú sama og áður en slík ákvörðun var tekin.
Afturköllun staðfestingar sérfræðinefndar um kynáttunarvanda.
Einstaklingur sem hlotið hefur staðfestingu skv. 3. mgr. 6. gr. getur leitað til teymis Landspítala um kynáttunarvanda vilji hann hverfa aftur til fyrra kyns.
Sérfræðinefnd um kynáttunarvanda getur afturkallað staðfestingu skv. 3. mgr. 6. gr. að fenginni umsögn teymis Landspítala þess efnis að viðkomandi uppfylli ekki lengur skilyrði ákvæðisins.
Um ákvörðun sérfræðinefndar skv. 2. mgr. gilda ákvæði 4.–5. mgr. 6. gr., 7. gr. og 8. gr.
Reglugerðarheimild.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara.
Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 27. júní 2012.
Þingskjal 1504, 140. löggjafarþing 736. mál: réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda (heildarlög).
Lög nr. 57 25. júní 2012.
Lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda.
1. gr.
2. gr.
3. gr.
- Kynáttunarvandi: Upplifun einstaklings frá unga aldri um að hann telji sig hafa fæðst í röngu kyni og óskar að tilheyra hinu kyninu.
- Kynleiðréttandi aðgerð: Leiðrétting á líffræðilegu kyni með skurðaðgerð.
4. gr.
Hafi einstaklingur með kynáttunarvanda hlotið greiningu og viðurkennda meðferð í útlöndum er teyminu heimilt að taka tillit til þess.
5. gr.
Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði og skal hún hafa aðsetur hjá embætti landlæknis.
6. gr.
Jafnframt er það skilyrði staðfestingar að umsækjandi sé lögráða, eigi lögheimili og hafi haft samfellda, löglega dvöl hér á landi síðustu tvö árin fyrir umsókn og sé sjúkratryggður samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.
Uppfylli umsækjandi skilyrði 1. og 2. mgr. staðfestir sérfræðinefndin að hann tilheyri gagnstæðu kyni. Ef við á skal sérfræðinefndin einnig staðfesta að umsækjandi sé hæfur til kynleiðréttandi aðgerðar.
Sérfræðinefndin skal tilkynna umsækjanda niðurstöður ákvörðunar skv. 3. mgr. Sérfræðinefndin tilkynnir jafnframt Þjóðskrá Íslands að kyn umsækjanda hafi verið leiðrétt samkvæmt lögum þessum.
Ákvörðun sérfræðinefndarinnar skv. 3. mgr. er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds.
7. gr.
8. gr.
Leiðrétting á kyni verður ekki skráð í þjóðskrá fyrr en gild umsókn um nafnbreytingu hefur borist Þjóðskrá Íslands og nafni umsækjanda hefur verið breytt samkvæmt lögum um mannanöfn.
Við leiðréttingu á kyni og nafnbreytingu í þjóðskrá er heimilt að úthluta umsækjanda nýrri kennitölu hjá Þjóðskrá Íslands. Óski hann nýrrar kennitölu skal fyrri kennitala vera aðgengileg þeim stjórnvöldum og öðrum aðilum sem starfs síns vegna þurfa að vita um tengsl nýju og eldri kennitölunnar.
9. gr.
10. gr.
11. gr.
Sérfræðinefnd um kynáttunarvanda getur afturkallað staðfestingu skv. 3. mgr. 6. gr. að fenginni umsögn teymis Landspítala þess efnis að viðkomandi uppfylli ekki lengur skilyrði ákvæðisins.
Um ákvörðun sérfræðinefndar skv. 2. mgr. gilda ákvæði 4.–5. mgr. 6. gr., 7. gr. og 8. gr.
12. gr.
13. gr.
Samþykkt á Alþingi 11. júní 2012.