Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 316. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
2. uppprentun.

Þingskjal 1556  —  316. mál.
Breyttur texti.     

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um menningarminjar.


Frá Merði Árnasyni.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    1. mgr. 16. gr. orðist svo:
    Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Áður en deiliskipulag er afgreitt eða leyfi til framkvæmda eða rannsókna er gefið út skal skráning ætíð fara fram á vettvangi. Minjastofnun Íslands setur reglur um lágmarkskröfur sem gera skal til skráningar fyrir hvert skipulagsstig og er heimilt að gera samkomulag við skipulagsyfirvöld um framvindu skráningarstarfsins enda sé tryggt að því verði lokið innan hæfilegs tíma.

Greinargerð.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Með tillögu þessari er lagt til að 2. mgr. 11. gr. núverandi þjóðminjalaga standi að mestu óbreytt í nýjum lögum en bætt við þeirri lágmarkskröfu sem felst í frumvarpinu um vettvangsrannsókn við deiliskipulagsafgreiðslu og framkvæmda- eða rannsóknarleyfi. Gert er ráð fyrir að umfang skráningarinnar sé í samræmi við markmið skipulagsstiganna og að Minjastofnun Íslands hafi heimild til að gera samkomulag við skipulagsyfirvöld um að dreifa kostnaði við skráninguna á lengri tíma en yfirleitt gefst þegar skipulagsáætlanir eru unnar. Með þessu er komið til móts við landmikil en fámenn sveitarfélög sem þyrftu sum hver að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar ef gerð væri krafa um heildstæða vettvangsskráningu fornleifa vegna aðalskipulags.