Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 592. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1576  —  592. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur um gæsluvarðhald útlendinga.


     1.      Hversu margir útlendingar hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðin tíu ár á þeim grundvelli að þeir hafi ekki gefið upp hverjir þeir eru, rökstuddur grunur sé um að þeir gefi rangar upplýsingar um hverjir þeir eru eða þeir hafi sýnt hegðun sem gefi til kynna að af þeim stafi hætta?
    1. tölul. fyrirspurnarinnar virðist varða beitingu ákvæðis 7. mgr. 29. gr. laga um útlendinga, nr. 96/2002, sem hljóðar svo:
    „Ef útlendingur neitar að gefa upp hver hann er, rökstuddur grunur er um að útlendingur gefi rangar upplýsingar um hver hann er eða hann sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð sakamála, eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“
    Í tilefni af fyrirspurninni aflaði ráðuneytið upplýsinga hjá Útlendingastofnun, lögreglu og Fangelsismálastofnun. Útlendingastofnun tók saman upplýsingarnar og byggði á því, með hliðsjón af að fyrirspurnin vísaði til þess hversu margir útlendingar hafi verið dæmdir í gæsluvarðhald á grundvelli gæsluvarðhaldsheimildar í 7. mgr. 29. gr. laga um útlendinga. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að Útlendingastofnun fari ekki fram á gæsluvarðhald heldur sé heimild til þess að fara fram á gæsluvarðhald hjá viðkomandi lögregluembætti sem fer með rannsókn máls. Útlendingastofnun hafi hins vegar upplýsingar um hvað hefur orðið um viðkomandi einstaklinga. Fangelsismálastofnun hafi upplýsingar um þá sem úrskurðaðir eru í gæsluvarðhald. Þá er í svari Útlendingastofnunar gerður sá fyrirvari að engin miðlæg skrá sé haldin þar sem fram kemur á hvaða grundvelli menn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og upplýsingar um það efni eru ekki aðgengilegar hjá dómstólum eða dómstólaráði. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sé almennt ekki birtir opinberlega og teljast til viðkvæmra upplýsinga. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum sé almennt byggt á 29. gr. laga um útlendinga þegar farið er fram á gæsluvarðhald vegna mála sem varða fölsuð skilríki.
    Að þessu sögðu hafa 58 einstaklingar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 29. gr. útlendingalaga á undanförnum tíu árum.
    Útlendingastofnun tók saman yfirlit yfir brottvísanir, sbr. eftirfarandi töflu, í samráði við Fangelsismálastofnun þar sem er að finna samanteknar upplýsingar.

Ár úr-
skurðar
Ríkisfang Dómstóll Gæsluvarð-
hald hefst
Raunverulegur
lokadagur
gæsluvarðhalds
Fjöldi daga
í gæsluvarðhaldi
Afdrif viðkomandi
2003 Kongó Hd. Reykjaness 10-des-03 09-feb-04 61 Brottvísað til Belgíu
2003 Marokkó Hd. Reykjaness 21-des-03 09-jan-04 19 Brottvísað til Belgíu
2006 Rúmenía Hd. Austurlands 10-maí-06 10-maí-06 0 Brottvísað til heimalands
2003 Rúmenía Hd. Reykjaness 13-des-03 17-des-03 4 Brottvísað til heimalands
2004 Rúmenía Hd. Reykjaness 03-mar-04 12-mar-04 9 Brottvísað til heimalands
2005 Singapúr Hd. Reykjaness 19-maí-05 02-jún-05 14 Brottvísað til heimalands
2004 Kasakstan Hd. Reykjavíkur 10-sep-04 15-sep-04 5 Brottvísað til heimalands/Litháen
2010 Nígería Hd. Reykjaness 13-nóv-10 19-nóv-10 6 Brottvísað til heimalands eða dvalarleyfislands
2007 Brasilía Hd. Reykjaness 07-des-07 14-des-07 7 Brottvísað til heimaríkis/Brasilía
2002 Litháen Hd. Reykjavíkur 12-jan-02 21-jan-02 9 Brottvísað til heimaríkis/Litháen
2011 Nígería Hd. Norðurl. v. 19-júl-11 26-júl-11 7 Brottvísað til Noregs
2003 Belgía Hd. Reykjaness 10-des-03 09-feb-04 61 Brottvísun til heimaríkis/Belgía
2011 Georgía Hd. Reykjaness 24-sep-11 30-sep-11 6 Dublin – er hér á landi í hælismeðferð
2011 Sómalía Hd. Reykjaness 13-sep-11 06-okt-11 23 Dublin – er hér á landi í hælismeðferð
2011 Súdan Hd. Reykjaness 14-okt-11 17-okt-11 3 Dublin – er hér á landi í hælismeðferð
2008 Nígería Hd. Reykjaness 18-nóv-08 09-des-08 21 Dublin – hælisumsókn hafnað – hvarf
2008 Albanía Hd. Reykjaness 16-okt-08 22-okt-08 6 Dublin – hælisumsókn hafnað – sendur til ábyrgðarríkis
2011 Georgía Hd. Reykjaness 24-sep-11 30-sep-11 6 Dublin – hælisumsókn hafnað – sendur til ábyrgðarríkis
2010 Alsír Hd. Reykjaness 21-jún-10 21-jún-10 0 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2003 Kongó Hd. Reykjaness 21-des-03 09-jan-04 19 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2008 Gana Hd. Reykjaness 22-okt-08 19-nóv-08 28 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2010 Írak Hd. Reykjaness 30-sep-10 07-okt-10 7 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2010 Írak Hd. Reykjaness 30-sep-10 07-okt-10 7 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2011 Írak Hd. Reykjaness 23-ágú-11 06-sep-11 14 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2010 Íran Hd. Reykjaness 24-sep-10 01-okt-10 7 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2010 Íran Hd. Reykjaness 10-ágú-10 20-ágú-10 10 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2009 Íran Hd. Reykjaness 22-maí-09 19-jún-09 28 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2007 Óþekkt Hd. Reykjaness 13-okt-07 24-okt-07 11 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2007 Óþekkt Hd. Reykjaness 13-okt-07 24-okt-07 11 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2004 Óþekkt Hd. Reykjavíkur 26-maí-04 22-jún-04 27 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2004 Óþekkt Hd. Reykjavíkur 26-maí-04 22-jún-04 27 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2008 V-Sahara Hd. Reykjaness 12-sep-08 17-sep-08 5 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2010 Jemen Hd. Reykjaness 24-sep-10 01-okt-10 7 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis
2004 Palestína Hd. Reykjavíkur 26-maí-04 23-jún-04 28 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis, Noregs
2010 Afganistan Hd. Reykjaness 20-júl-10 23-júl-10 3 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis, Austurríkis
2005 Afganistan Hd. Reykjavíkur 14-des-05 21-des-05 7 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis, Bretlands
2011 Írak Hd. Reykjaness 23-ágú-11 06-sep-11 14 Dublin – sendur til ábyrgðarríkis, Sviss
2009 Frakkland Hd. Reykjaness 04-sep-09 11-sep-09 7 EES-borgari búsettur á Íslandi
2004 Kína Hd. Reykjavíkur 11-jan-04 05-mar-04 54 Finnst ekki í gögnum UTL
2004 Kína Hd. Reykjavíkur 11-jan-04 05-mar-04 54 Finnst ekki í gögnum UTL
2006 Óþekkt Hd. Austurlands 05-apr-06 06-apr-06 1 Finnst ekki í gögnum UTL
2004 Singapúr Hd. Reykjavíkur 13-mar-04 25-mar-04 12 Finnst ekki í gögnum UTL
2004 Singapúr Hd. Reykjavíkur 13-mar-04 25-mar-04 12 Finnst ekki í gögnum UTL
2004 Svíþjóð Hd. Reykjaness 30-des-04 19-jan-05 20 Fór sjálfur til heimalands, ekki brottvísað
2012 Nígería Hd. Reykjaness 18-jan-12 08-feb-12 21 Hælisumsókn í vinnslu
2010 Afganistan Hd. Reykjaness 28-ágú-10 07-sep-10 10 Hælisumsókn samþykkt
2004 Eþíópía Hd. Reykjaness 30-des-04 13-jan-05 14 Hælisumsókn samþykkt
2010 Íran Hd. Reykjaness 14-sep-10 20-sep-10 6 Hælisumsókn samþykkt
2010 Sómalía Hd. Reykjaness 18-okt-10 19-okt-10 1 Hælisumsókn samþykkt
2008 Albanía Hd. Reykjaness 16-okt-08 22-okt-08 6 Hælisumsókn hafnað, fluttur til heimaríkis
2008 Albanía Hd. Reykjaness 15-okt-08 22-okt-08 7 Hælisumsókn hafnað, fluttur til heimaríkis
2004 Eþíópía Hd. Reykjaness 30-des-04 13-jan-05 14 Hælisumsókn hafnað, fluttur til heimaríkis
2005 Kína Hd. Reykjaness 08-júl-05 15-júl-05 7 Hælisumsókn hafnað, fluttur til heimaríkis
2008 Pakistan Hd. Reykjaness 17-sep-08 26-sep-08 9 Hælisumsókn, dró til baka og fór
2005 Kína Hd. Reykjaness 08-júl-05 15-júl-05 7 Hælisumsókn, hvarf og mál lagt upp
2004 Írak Hd. Reykjavíkur 31-maí-04 15-jún-04 15 Maki íslendings, dvalarleyfi á Íslandi
2004 Litháen Hd. Reykjaness 23-nóv-04 26-nóv-04 3 Var ekki brottvísað, fékk leyfi og flutti síðar úr landi
2002 Kongó Hd. Reykjavíkur 23-mar-02 19-júl-02 118 Var með leyfi en hefur ekki haft leyfi eftir að gæsluvarðhaldi lauk

     2.      Hversu lengi sat hver og einn þeirra í gæsluvarðhaldi?
    Fjöldi gæsluvarðhaldsdaga var frá 1 degi upp í 118 daga. Nánari grein er gerð fyrir lengd gæsluvarðhaldsvistar hvers og eins í eftirfarandi töflu:

Fjöldi einstaklinga Fjöldi
gæsluvarðhaldsdaga
2 0
2 1
3 3
1 4
2 5
6 6
11 7
3 9
2 10
2 11
2 12
5 14
1 15
2 19
1 20
2 21
1 23
2 27
3 28
2 54
2 61
1 118

     3.      Hver urðu afdrif þeirra eftir að gæsluvarðhaldsvist lauk? Voru þeir sendir til þess lands sem þeir komu frá, heimalands eða annað?
    3. tölul. fyrirspurnarinnar varðar afdrif útlendinganna eftir að gæsluvarðhaldsvist lauk, hvort þeir hafi verið sendir til þess lands sem þeir komu frá, heimalands eða annað. Til svars við þessum lið fyrirspurnarinnar vísast til yfirlits hér að framan. Til glöggvunar ber að geta þess að einstaklingur sem fær refsidóm og er brottvísað er ávallt sendur til heimaríkis eða þess ríkis þar sem hann fær heimild til dvalar.
    Einstaklingur sem er sendur úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar fer ávallt til þess ríkis þar sem hann á umsókn um hæli til meðferðar eða hefur haft umsókn til meðferðar, það ríki er ekki endilega ríkið sem viðkomandi kom frá til Íslands.
    Nú er einstaklingi vísað frá landi og af Schengen-svæðinu og þarf hann þá að fara til heimaríkis eða þess ríkis sem hann hefur heimild til dvalar í.