Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 716. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 1590  —  716. mál.
Viðbót.

2. umræða.


Framhaldsnefndarálit með breytingartillögu



um frumvarp til laga um breytingu á lögum um nauðungarsölu, lögum um aðför,
lögum um meðferð einkamála og lögum um fjármálafyrirtæki
(auglýsing nauðungarsölu, mál til heimtu bóta, gjafsókn, vörslusviptingar).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar.


    Nefndin fjallaði að nýju um málið og fékk á fund sinn Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og Bryndísi Helgadóttur, skrifstofustjóra í innanríkisráðuneyti.
    Meiri hlutinn bendir á að ákvæði samhljóða þeirri meginbreytingu sem lögð er til í 7. gr. var til staðar í lögum um 12 ára skeið fyrir gildistöku þeirra breytinga sem gerðar voru á árinu 2005 á reglum um gjafsókn í lögum um meðferð einkamála. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að tillagan miði að því að auka möguleika almennings á gjafsókn óháð fjárhagsstöðu umsækjanda. Af því tilefni tekur meiri hlutinn fram að nauðsynlegt er að skoða fjárhagsstöðu í hverju tilviki fyrir sig en breytingunni er ekki ætlað að draga úr aðstoð við hina tekjulægstu sem leita þurfa réttar síns og gert ráð fyrir því að tillit sé tekið til þess þegar gjafsóknarkostnaði er forgangsraðað í samræmi við fjárheimildir hverju sinni.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Nefndin fjallaði sérstaklega um 8. gr. frumvarpsins en fyrir nefndinni kom fram að sátt hefði tekist á vettvangi umboðsmanns skuldara um hvernig fari um kostnað þeirra einstaklinga þeim þola málsókn í kjölfar ákvörðunar 4/2012. Meiri hlutinn telur því eðlilegt að leggja til að 8. gr. falli brott.
    Meiri hlutinn leggur til að gildistöku laganna verði frestað til 15. júlí 2012 þannig að tími gefist til undirbúnings.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     1.      8. gr. falli brott.
     2.      10. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 15. júlí 2012.

Alþingi, 18. júní 2012.



Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Auður Lilja Erlingsdóttir.


Þuríður Backman.



Magnús M. Norðdahl.


Eygló Harðardóttir.