Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 666. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1609  —  666. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (undanþágur, endurgreiðslur o.fl.).

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


    Við 10. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu og tengdum búnaði til húshitunar. Ákvæðið fellur úr gildi að liðnum fimm árum frá gildistöku.

Greinargerð.


    Breytingartillaga þessi er samhljóða frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem Einar K. Guðfinnsson og fleiri hafa lagt fram á yfirstandandi þingi (Þskj. 32, 32. mál.). Er lagt til að heimilt verði að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu og tengdum búnaði til húshitunar