Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 854. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1621  —  854. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um hollustu skólamáltíða.

Frá Guðrúnu H. Valdimarsdóttur.


     1.      Er til opinber stefna um hollustu skólamáltíða, svo sem eins og um næringarinnihald hverrar máltíðar og hlutfall af unnum kjöt- og fiskvörum?
     2.      Eru til opinber viðmið um þann tíma sem börn hafa til að matast á skólatíma?
     3.      Hvernig er eftirliti með hollustu skólamáltíða í grunnskólum háttað?


Skriflegt svar óskast.