Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 848. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1686  —  848. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um auglýsingar um störf.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg störf hafa verið auglýst „án staðsetningar“ hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess frá 1. júní 2009 til 1. júní 2012? Hversu mörg störf hafa verið auglýst á sama tímabili hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess?

    Á tímabilinu 1. júní 2009 til 1. júní 2012 hafa verið auglýst alls 337 störf í umhverfisráðuneytinu og stofnunum þess. Þar af hafa 50 störf verið auglýst án staðsetningar.

Stofnun Störf auglýst án staðsetningar Störf auglýst með staðsetningu Störf auglýst alls
Umhverfisráðuneytið 0 6 6
Vatnajökulsþjóðgarður 0 198 198 *1)
Umhverfisstofnun 20 50 70 *2)
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 0 0 0
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (RAMÝ) 0 5 5
Skipulagsstofnun 0 0 0
Brunamálastofnun/Mannvirkjastofnun 0 6 6
Náttúrufræðistofnun 5 4 9
Úrvinnslusjóður 0 0 0
Veðurstofa Íslands 24 4 28
Landgræðsla ríkisins 0 10 10
Landmælingar Íslands 0 3 3
Skógrækt ríkisins 1 1 2
50 287 337
* 1) Þar af eru 193 störf vegna árlegrar ráðningar landvarða og annarra starfsmanna sem starfa eingöngu yfir sumartímann í þjóðgarðinum.
* 2) Þar af eru 42 störf vegna árlegrar ráðningar landvarða og annarra starfsmanna sem starfa yfir sumartímann í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum.