Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 845. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1702  —  845. mál.
Svarinnanríkisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um auglýsingar um störf.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg störf hafa verið auglýst „án staðsetningar“ hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess frá 1. júní 2009 til 1. júní 2012? Hversu mörg störf hafa verið auglýst á sama tímabili hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess?

    Á því tímabili sem um ræðir voru 37 störf auglýst laus til umsóknar hjá ráðuneytinu, ekkert án staðsetningar. Undirstofnanir ráðuneytisins auglýstu eftir 488 starfsmönnum á þessu tímabili. Alls voru því auglýst 525 störf hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess. Rétt er að taka fram að um er að ræða öll auglýst störf, einnig tímabundin og sumarstörf.
    Fjögur störf voru auglýst án staðsetningar, öll hjá sýslumanninum á Suðurnesjum.
    Í þremur tilfellum voru auglýsingar birtar um ótilgreindan fjölda starfa, einu sinni þegar auglýst var eftir lögreglumönnum í sumarafleysingu, einu sinni við embætti sérstaks saksóknara og einu sinni við embætti ríkislögreglustjóra vegna fjölgunar starfsmanna í efnahagsbrotadeild.