Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 795. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1711  —  795. mál.
Svarfjármálaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur
um fjölda starfa hjá ríkinu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver hefur verið fjöldi starfa hjá ríkinu, þ.e. þar sem Fjársýsla ríkisins er launagreiðandi, ár hvert frá 2005 í hverju skattumdæmi fyrir sig, sundurliðað sem hér segir:
     a.      störf innan menntakerfis,
     b.      störf í löggæslu,
     c.      störf innan heilbrigðiskerfis,
     d.      störf við stjórnsýslu, og
     e.      önnur störf?

    Fjölda stöðugilda hjá ríkinu árin 2005–2011 má sjá í eftirfarandi yfirliti. Yfirlitið sýnir stöðugildi í október ár hvert. Stöðugildi er sama hugtak og ársverk í dagvinnu.
    Flokkun starfa á þann veg sem óskað er eftir er ekki til staðar í því gagnasafni sem stuðst er við.
    Óskað var eftir að störfin væru flokkuð eftir skattumdæmum. Í yfirlitinu er flokkað samkvæmt skattumdæmum eins og þau voru fyrir breytingu í árslok 2009 en frá áramótum 2009/2010 varð landið eitt skattumdæmi. Sérstök athygli er vakin á því að störfin falla undir þau umdæmi þar sem höfuðstöðvar stofnana eru til húsa. Þannig raðast t.d. öll störf hjá ÁTVR, Þjóðkirkju og Vegagerð undir skattumdæmi Reykjavíkur. Sérstaklega skal tekið fram að störf á skattasviði sem áður tilheyrðu skattstofum í hverju umdæmi falla frá árinu 2010 undir ríkisskattstjóra í Reykjavík vegna sameiningar skattumdæma.
    Árið 2006 færa margar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni launaafgreiðslu sína yfir til launaafgreiðslukerfis Fjársýslunnar. Það skýrir breytingar í fjölda milli áranna 2005 og 2006 og árið 2007 bætist FSA við í Norðurlandsumdæmi eystra. Helstu breytingar síðari ára er fækkun í liðnum „Önnur störf“. Því til skýringar ber fyrst að nefna áhrif vegna fækkunar skattstofa, en þær eins og áður sagði flokkast nú undir ríkisskattstjóra, en einnig fer málaflokkurinn „Málefni fatlaðra“ frá ríki til sveitarfélaga í ársbyrjun 2011, en í október árið 2010 voru stöðugildi samtals 870 talsins í málaflokknum og fækkar því í flokknum „Önnur störf“ sem því nemur.
    Störfin eru sundurliðuð á eftirfarandi hátt:
     a.      Störf innan menntakerfis – öll störf innan skóla.
     b.      Störf í löggæslu – störf í lögreglu á höfuðborgarsvæði og hluti starfa sýslumannsembætta sem fellur undir löggæslu.
     c.      Störf innan heilbrigðiskerfis – öll störf innan heilbrigðisstofnana og heilsugæslu.
     d.      Störf við stjórnsýslu – störf í stjórnarráði Íslands.
     e.      Önnur störf.


2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Austurlandsumdæmi 218 459 487 460 458 422 367
Störf innan heilbrigðiskerfis 232 247 258 260 244 234
Störf í löggæslu 22 27 27 25 20 22 21
Störf innan menntakerfis 69 72 81 89 90 85 85
Önnur störf 127 128 132 88 88 71 27
Norðurlandsumdæmi eystra 561 714 1.178 1.207 1.166 1.113 1.106
Störf innan heilbrigðiskerfis 9 164 647 650 623 605 595
Störf í löggæslu 49 42 43 46 49 41 40
Störf innan menntakerfis 430 433 413 432 416 412 423
Önnur störf 73 75 75 79 78 55 49
Norðurlandsumdæmi vestra 133 309 319 324 316 280 266
Störf innan heilbrigðiskerfis 169 173 171 167 148 132
Störf í löggæslu 16 17 16 17 17 14 15
Störf innan menntakerfis 94 92 95 104 97 89 92
Önnur störf 23 31 35 32 35 28 27
Reykjanesumdæmi 1.370 1.735 1.722 1.509 1.558 1.498 1.095
Störf innan heilbrigðiskerfis 184 369 373 390 395 377 292
Störf í löggæslu 98 105 232 223 92 92 89
Störf innan menntakerfis 364 387 397 404 428 446 450
Önnur störf 724 874 720 492 643 583 265
Reykjavíkurumdæmi 12.846 13.013 13.201 13.048 12.525 12.471 12.183
Störf innan heilbrigðiskerfis 4.120 4.390 4.472 4.442 4.250 4.091 4.080
Störf í löggæslu 446 461 555 514 497 490 485
Störf innan menntakerfis 2.025 1.997 2.173 1.960 1.897 1.958 1.979
Önnur störf 5.775 5.688 5.523 5.628 5.370 5.434 5.114
Störf við stjórnsýslu 480 477 478 504 511 498 526
Suðurlandsumdæmi 321 491 516 511 518 480 408
Störf innan heilbrigðiskerfis 27 189 199 242 238 229 217
Störf í löggæslu 39 38 36 37 35 36 34
Störf innan menntakerfis 86 89 96 94 96 97 100
Önnur störf 169 175 185 138 149 118 57
Vestfjarðaumdæmi 152 322 329 346 334 263 212
Störf innan heilbrigðiskerfis 28 204 204 212 209 150 136
Störf í löggæslu 22 22 24 26 22 20 18
Störf innan menntakerfis 37 33 32 35 29 29 30
Önnur störf 65 63 69 73 74 63 28
Vestmannaeyjaumdæmi 54 125 130 133 125 119 114
Störf innan heilbrigðiskerfis 72 76 77 73 71 67
Störf í löggæslu 13 12 10 10 9 10 9
Störf innan menntakerfis 25 25 29 30 29 29 29
Önnur störf 16 16 15 16 14 9 10
Vesturlandsumdæmi 401 560 665 705 701 744 681
Störf innan heilbrigðiskerfis 31 124 203 204 238 283 275
Störf í löggæslu 34 29 37 30 26 27 26
Störf innan menntakerfis 218 217 233 242 229 217 217
Önnur störf 118 190 192 229 208 216 163
Samtals 16.057 17.728 18.547 18.243 17.701 17.390 16.433