Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 73. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 73  —  73. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um endurupptöku mála fyrir Hæstarétti.



Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hvað bárust Hæstarétti margar beiðnir árlega árin 2000–2010 um endurupptöku máls sem hefur verið dæmt í Hæstarétti, sbr. 215. gr. laga um meðferð sakamála?
     2.      Hversu oft var endurupptaka máls heimiluð ár hvert á framangreindu tímabili?
     3.      Hvað bárust Hæstarétti margar beiðnir á árinu 2011 annars vegar og til 1. júlí 2012 hins vegar, sbr. heimild í 169. gr. laga um meðferð einkamála, og hversu oft var endurupptaka máls heimiluð á framangreindu tímabili?
     4.      Hvað bárust Hæstarétti margar beiðnir á árinu 2011 annars vegar og til 1. júlí 2012 hins vegar, sbr. 215. gr. laga um meðferð sakamála, um endurupptöku máls sem dæmt hefur verið í Hæstarétti og hversu oft var endurupptaka máls heimiluð á framangreindu tímabili?
     5.      Hversu margar af framangreindum beiðnum voru afgreiddar af þremur dómurum og hversu margar af fimm dómurum við réttinn?
     6.      Hvað leið langur tími frá því að Hæstarétti barst beiðni um endurupptöku samkvæmt framanrituðu, í hverju tilviki fyrir sig, þar til viðkomandi beiðni hafði verið afgreidd?


Skriflegt svar óskast.