Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 77. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 77  —  77. mál.
Fyrirspurntil velferðarráðherra um endurreikning á lífeyrisgreiðslum frá almannatryggingum.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Hversu margir bótaþegar hafa fengið leiðréttingu og endurreikning á lífeyrisgreiðslum frá almannatryggingum á undanförnum fimm árum?
     2.      Um hversu háar fjárhæðir er að ræða og hvernig hafa þær skipst annars vegar í vangreiðslur og hins vegar ofgreiðslur til lífeyrisþega?
     3.      Hver er meginskýringin á þeim miklu endurreikningum og leiðréttingum sem fara fram á hverju ári vegna lífeyrisgreiðslna og tengdra bóta frá almannatryggingum?
     4.      Hvaða leiðir eru mögulegar að mati ráðherra til að lágmarka þörfina fyrir enduruppgjör á ári hverju?
     5.      Má vænta einhverra breytinga á fyrirkomulagi þessara mála á næstunni?


Skriflegt svar óskast.