Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 148. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 148  —  148. mál.




Fyrirspurn



til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um sauðfjárveikivarnagirðingar.

Frá Ásmundi Einari Daðasyni.


     1.      Hvernig hefur á undanförnum fimm árum þróast kostnaður við viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga, annars vegar vinnulaun og hins vegar efniskostnaður, sundurliðað eftir einstökum varnalínum?
     2.      Hver er aldur einstakra sauðfjárveikivarnagirðinga og hverjar þeirra þarfnast endurnýjunar?
     3.      Hversu margt sauðfé hefur farið yfir varnalínur sl. fimm ár, sundurliðað eftir einstökum varnalínum og árum?
     4.      Hversu margir kílómetrar af aflögðum sauðfjárveikivarnagirðingum eru í landinu? Hefur ríkisstjórnin áform um að veita fjármagn til þess að fjarlægja þær?


Skriflegt svar óskast.