Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 159. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 159  —  159. mál.
Fyrirspurntil atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um merkingar, rekjanleika og innflutning erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs.


Frá Þuríði Backman.     1.      Telur ráðherra að reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs sé framfylgt í ljósi niðurstöðu rannsóknar sem Neytendasamtökin, Matvæla- og veitingafélag Íslands og Náttúrulækningafélag Íslands stóðu að og birtu nýlega?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við ef merkingum og rekjanleika samkvæmt reglugerðinni er enn ábótavant?
     3.      Hefur þvingunarúrræðum og viðurlögum skv. 11. gr. reglugerðarinnar verið beitt og ef svo er, í hvaða tilfellum hefur það verið?
     4.      Telur ráðherra að herða þurfi viðurlög við brotum á merkingum (innihaldslýsingu) á matvörum og dýrafóðri?
     5.      Hvernig mun ráðherra bregðast við niðurstöðum nýrrar langtímarannsóknar um áhrif fóðrunar með erfðabreyttum maís sem birtist 19. september 2012 í tímaritinu Food and Chemical Toxicology („Long term toxicity of a Roundup herbicide and a Roundup- tolerant genetically modified maize“)?


Skriflegt svar óskast.