Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 188. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 191  —  188. mál.
Fyrirspurntil utanríkisráðherra um björgunarpakka til varnar evrunni.

Frá Ásmundi Einari Daðasyni.


     1.      Hversu oft hafa aðildarríki Evrópusambandsins þurft að leggja fram fjármagn í björgunarpakka til varnar evrunni sl. fimm ár?
     2.      Hverjar eru heildarupphæðir þessara björgunarpakka?
     3.      Hver hefði hlutdeild Íslands í hverjum og einum þeirra verið ef Ísland væri innan sambandsins?


Skriflegt svar óskast.