Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 169. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 233  —  169. mál.




Svar



umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar
um úrskurðarnefndir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar sjálfstæðar og óháðar úrskurðarnefndir eru starfandi á vegum ráðuneytisins, hvað heita þær og hver eru verkefni þeirra?
     2.      Hver var heildarkostnaður ríkisins af starfsemi nefndanna árin 2009, 2010 og 2011, sundurliðað á hverja nefnd fyrir sig?


    Tvær sjálfstæðar úrskurðarnefndir störfuðu á vegum ráðuneytisins á árunum 2009–2011, þ.e. úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarnamála. Ný nefnd, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, tók svo til starfa 1. janúar 2012 og tók hún við auknum verkefnum frá öðrum ráðuneytum sem og verkefnum eldri úrskurðarnefnda ráðuneytisins.
    Samkvæmt 1. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011, er hlutverk nefndarinnar að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmála vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði.
    Heildarkostnaður ríkisins vegna úrskurðarnefnda á vegum umhverfisráðuneytisins á árunum 2009–2011 var eftirfarandi:

Ár Úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingarmála
Úrskurðarnefnd hollustuhátta-
og mengunarvarnamála
2009 43.513.001 8.009.543
2010 40.391.339 7.071.492
2011 46.707.820 13.425.596