Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 255. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 282  —  255. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um Maastricht-skilyrði og upptöku evru.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


     1.      Hvenær má gera ráð fyrir að Ísland uppfylli Maastricht-skilyrðin samkvæmt þeim efnahagsspám sem ríkisstjórnin styðst við, þ.e.:
                  a.      að verðbólga verði ekki meira en 1,5% yfir meðaltali verðbólgu hjá þeim þremur ESB-ríkjum sem eru með lægstu verðbólguna,
                  b.      að langtímastýrivextir verði ekki meira en 2% hærri en að meðaltali í þeim þremur ríkjum ESB þar sem verðlag er stöðugast,
                  c.      að halli á rekstri ríkissjóðs verði ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu,
                  d.      að heildarskuldir hins opinbera verði ekki yfir 60% af vergri landsframleiðslu?
     2.      Hvenær er gert ráð fyrir, samkvæmt þeim efnahagsspám sem ríkisstjórnin styðst við, að Ísland nái því marki að hafa verið aðili að gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í a.m.k. tvö ár án gengisfellingar og að gengi krónunnar hafi á þeim tíma verið innan þeirra tilteknu vikmarka sem eru skilyrði þess að ríki geti tekið upp evru?


Skriflegt svar óskast.