Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 261. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 290  —  261. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn



til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um starfsemi skilanefnda.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.

     1.      Hvernig var staðið að skipun í skilanefnd SPRON, síðar Dróma? Var skipað í hana á einhvern annan hátt en í skilanefndir stóru föllnu bankanna og gilda önnur lög eða reglur um starfsemi Dróma en skilanefndir stóru bankanna?
     2.      Er það réttlætanlegt og eðlilegt séð frá sjónarhóli ráðherra og öðrum eftirlitsaðilum ríkisins, t.d. Fjármálaeftirlitinu, að útibústjóri SPRON og stjórnarmaður í stjórn SPRON á einhverjum tíma sé starfsmaður skilanefndar SPRON/Dróma?
     3.      Eiga fyrrverandi stjórnarmenn eða tengdir aðilar í stjórn SPRON einhverjar kröfur, t.d. launakröfur, í þrotabú SPRON? Ef svo er, hve margar og hversu háar eru þær?
     4.      Hvaða fyrrverandi stjórnarmenn SPRON hafa unnið fyrir og eru hugsanlega enn starfsmenn hjá þrotabúi SPRON/Dróma?
     5.      Hve margir einstaklingar og lögaðilar, sem voru með gjaldeyrislán hjá SPRON og annaðhvort greiddu þau upp eða skuldbreyttu þeim í íslensk verðtryggð lán, hafa ekki fengið endurútreikning og leiðréttingu á ólöglegum gjaldeyrislánum hjá skilanefnd SPRON/Dróma?


Skriflegt svar óskast.