Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 268. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 299  —  268. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um dvalarrými, hvíldarrými og dagvistun fyrir aldraða.

Frá Björgvin G. Sigurðssyni.


     1.      Hver er áætluð þörf fyrir dvalarrými, hvíldarrými og dagvistun fyrir aldraða á landinu öllu? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum miðað við biðlista annars vegar og áætlaða þörf hins vegar miðað við íbúafjölda og aldurssamsetningu.
     2.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu á dvalarrýmum, hvíldarrýmum og dagvistun fyrir aldraða á landinu, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     3.      Hver er fjöldi dvalarrýma, hvíldarrýma og dagvistunarrýma fyrir aldraða á landinu, sundurliðað eftir sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.