Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 277. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 310  —  277. mál.




Fyrirspurn



til forseta Alþingis um skrifstofur alþingismanna.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hvers vegna hafa alþingismenn ekki þær skrifstofur sem Alþingi hefur yfir að ráða sem standa næst Alþingishúsinu? Hefur verið tekið tillit til tímasparnaðar og öryggissjónarmiða þegar þingmönnum hefur verið úthlutað skrifstofum?
     2.      Hvað kostar að flytja allar skrifstofur alþingismanna í þau hús sem Alþingi á sem standa næst þinghúsinu og að flytja skrifstofur starfsmanna þingsins í skrifstofur þingmanna?
     3.      Hefur verið gerð úttekt á öryggismálum er snúa að ferðum alþingismanna til og frá skrifstofum sínum í þinghúsið?


Skriflegt svar óskast.