Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 347, 141. löggjafarþing 66. mál: skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra (réttur til launa í veikindum, EES-reglur).
Lög nr. 114 31. október 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 45/2007, um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, með síðari breytingum (réttur til launa í veikindum).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „föstum launum“ í 2. mgr. kemur: kjarasamningsbundnum launum í viðkomandi starfsgrein í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi.
  2. Í stað orðanna „dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði“ í 4. mgr. kemur: í þrjá mánuði kjarasamningsbundnum launum í viðkomandi starfsgrein í réttu hlutfalli við starfshlutfall hans.
  3. 5. mgr. orðast svo:
  4.      Með kjarasamningsbundnum launum í viðkomandi starfsgrein er átt við laun samkvæmt kjarasamningi á svæði því er samningurinn tekur til miðað við dagvinnu fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf í viðkomandi starfsgrein.


2. gr.

     7. gr. laganna fellur brott ásamt fyrirsögn.

3. gr.

     4. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. október 2012.