Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 371. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 429  —  371. mál.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um verð og álagningu á efni til raforkuflutnings.

Frá Jóni Bjarnasyni.


     1.      Hver er álagning í vörugjöldum og öðrum innflutningsgjöldum og virðisaukaskatti á línur og efni til rafstrengja í jörð?
     2.      Hvert er verð á kílómetra í jarðstrengjum annars vegar og loftlínum hins vegar eftir flutningsgetu?
     3.      Hver eru tilsvarandi innflutningsgjöld, tollar, virðisaukaskattur og önnur gjöld á flutningslínur raforku með loftstreng?
     4.      Ef hér er mismunun á eða ef ríkið innheimtir veruleg gjöld af rafflutningsefni, stendur til að það verði lagfært eða gjöldin lækkuð?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Á síðustu árum hefur verið lögð aukin áhersla á að leggja raflínur í jörð frekar en með loftlínum. Það er bæði umhverfisvænna og í því felst meira afhendingaröryggi.
    Fram hefur komið að Rarik leggur nánast alfarið raflínur í jörð við endurnýjun lagna og þrífösun rafmagns. Verð, álagning og önnur gjöld skipta hér miklu máli, ekki síst fyrir hagkvæmni og jafnræði í flutningsleiðum og hröðun í þrífösun rafmagns í dreifbýli og þéttbýli.