Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 380. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 447  —  380. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um kjör eldri borgara á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Telur ráðherra það samrýmast eignarréttarákvæði og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að eldri borgarar missi fjárhagslegt sjálfstæði sitt við það að flytjast á hjúkrunar- eða dvalarheimili?
     2.      Á hvaða lagagrunni hvílir sú regla að eldri borgarar láti allar sínar lífeyrisgreiðslur og bætur almannatrygginga renna til hjúkrunar- eða dvalarheimilis meðan á dvöl stendur?


Skriflegt svar óskast.