Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 403. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 482  —  403. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um námskeið um samband Íslands og Evrópu.

Frá Vigdísi Hauksdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni.


     1.      Hvaða stefnumótun eða reglur gilda um þá samstarfsaðila sem Endurmenntun Háskóla Íslands velur að starfa með?
     2.      Hvaða reglur eru í gildi varðandi þátttöku utanaðkomandi aðila í kostnaði við námskeið fyrir almenning?
     3.      Hvernig er hlutleysi Endurmenntunar Háskóla Íslands tryggt í samstarfi við utanaðkomandi aðila?
     4.      Er námskeið fyrir almenning, Ísland og Evrópa: Samband á tímamótum, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands niðurgreitt af Evrópustofu og/eða ESB um rúmlega 80%? Ef svo er, telur ráðherra það eðlilegt?
     5.      Er fyrirhugað að ráðuneytið styrki Endurmenntun til þess að halda viðlíka námskeið um Evrópusambandið, óháð Evrópustofu og/eða ESB, og að það muni kosta almenning það sama?
     6.      Hver stendur straum af kostnaði við námskeið sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands stendur fyrir og er sérstaklega skipulagt fyrir starfsmenn stjórnsýslu og stofnana ríkis og sveitarfélaga sem regluverk ESB hefur áhrif á?
     7.      Fá stofnanir ríkisins og sveitarfélög styrki til að senda starfsfólk á málþing á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í samvinnu við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands? Ef svo er, hvaðan koma styrkirnir og hver eru skilyrðin, ef einhver, fyrir þeim?


Skriflegt svar óskast.