Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 409. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 497  —  409. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um umferð og framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


1.    Hefur verið gert heildstætt umferðarmódel, flæðilíkan, af höfuðborgarsvæðinu?
2.    Hefur verið tekinn saman listi yfir allar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár og kostnað vegna þeirra, og ef svo er, hverjar eru þær og hver var kostnaðurinn?
3.    Hvað er umferð á höfuðborgarsvæðinu stór hluti umferðar á landinu?
4.    Hafa fyrirhugaðar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu fjögur árin verið listaðar upp og ef svo er, hverjar eru þær?
5.    Hve miklu fé er áætlað að verja í viðhald á vegum á höfuðborgarsvæðinu næstu fjögur árin?
6.    Hver er áætlun Vegagerðarinnar um uppsetningu vegriða á milli akreina og á hættulegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og hvenær á þeirri áætlun að ljúka?


Skriflegt svar óskast.