Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 411. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 499  —  411. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um Vaðlaheiðargöng.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hver er staðan á fjármögnun Vaðlaheiðarganga samkvæmt samþykkt Alþingis í júní sl.?
     2.      Hvað hefur Vegagerðin lagt í mikinn kostnað vegna ganganna?
     3.      Hver er uppfærð kostnaðaráætlun dagsins í dag, þ.e. miðað við tilboð IAV/Marti og annarra?
     4.      Hversu mikið af greiðslum til IAV/Marti, sem er erlent fyrirtæki að mestu, verður í erlendri mynt?
     5.      Hversu margir starfsmenn munu starfa við gerð ganganna, erlendir og innlendir?
     6.      Hvaða öryggiskröfur eru gerðar varðandi Vaðlaheiðargöng í samanburði við Hvalfjarðargöng? Eru kröfurnar meiri en lágmarksöryggiskröfur samkvæmt tilskipun 2004/ 54/EB? Eru þetta Trans European Road Network göng?
     7.      Er kostnaður við öryggismál inni í kostnaðaráætlun Vaðlaheiðarganga, svo sem slökkvibúnaður, neyðarsímar, vídeó-eftirlit og fjarskipti?
     8.      Hefur rekstraráætlun ganganna og greiðslugeta verið skoðuð miðað við uppfærðan stofnkostnað?


Skriflegt svar óskast.