Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 427. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 534  —  427. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um bætta aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll
og framtíð innanlandsflugs.

Frá Birnu Lárusdóttur.


     1.      Hvað líður fyrirætlunum um að bæta aðstöðu flugfarþega og flugfélaga við Reykjavíkurflugvöll og hvað hefur valdið þeim töfum sem orðnar eru á betrumbótunum?
     2.      Hver er stefna ríkisins hvað varðar gjaldtöku í innanlandsflugi?
     3.      Hvaða áhrif hafa auknar álögur ríkisins á innanlandsflug á framtíðarmöguleika þess?
     4.      Eru forsendur fyrir flugþjónustu til jaðarsvæða Íslands brostnar?


Skriflegt svar óskast.