Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 438. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 546  —  438. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um innheimtur og fullnustugerðir
vegna neytendalána í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hvernig er innheimtu neytendalána í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga hans háttað, sem og öðrum samskiptum við skuldara vegna þeirra?
     2.      Hvaða úrræði vegna greiðsluerfiðleika hafa neytendum verið boðin af hálfu bankans og dótturfélaga?
     3.      Hversu mörg neytendalán í eigu bankans eða dótturfélaga, sem eru með ólöglega gengistryggingu, hafa verið endurreiknuð og á hvaða forsendum?
     4.      Hvaða þriðju aðilar hafa tekið að sér að þjónusta lánasöfn í eigu bankans og dótturfélaga og hversu mikla þjónustu veitir hver um sig?
     5.      Hversu mörgum beiðnum um aðfarar- og fullnustugerðir hafa bankinn og dótturfélög beint til sýslumannsembætta vegna neytendalána sem þessir aðilar hafa eignast?
     6.      Hversu mörgum aðfarar- og fullnustubeiðnum hafa þriðju aðilar beint til sýslumanna fyrir hönd bankans og dótturfélaga vegna neytendalána í eigu þessara aðila?
     7.      Hversu mörgum fyrrgreindra aðfarar- og fullnustubeiðna hefur lyktað með nauðungarsölu, fjárnámi, gjaldþroti eða einhvers konar aðför að skuldara og/eða eigum hans, sundurliðað eftir gerðarbeiðendum?
     8.      Hverjar eru heildartekjur ríkissjóðs af gjöldum til sýslumannsembætta fyrir fullnustugerðir vegna neytendalána í eigu bankans og dótturfélaga, sundurliðað eftir gerðarbeiðendum og gjaldflokkum eftir því sem við á?


Skriflegt svar óskast.