Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 379. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 552  —  379. mál.
Svarvelferðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
um embætti umboðsmanns eldri borgara.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að stofna embætti umboðsmanns eldri borgara?

    Á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar eru mörg mikilvæg málefni nefnd sem unnið hefur verið að hörðum höndum undanfarin ár. Mörg þeirra tengjast málefnum eldri borgara, beint og óbeint. Sérstök stofnun embættis umboðsmanns eldri borgara er þó ekki eitt af þeim verkefnum og ákvæði um stofnun slíks embættis er ekki að finna í hinni ágætu stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.