Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 443. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 557  —  443. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um málsvörn í dómsmálum
gegn ríkinu og undirstofnunum þess.

Frá Lilju Mósesdóttur.


     1.      Hversu mörg dómsmál sem rekin hafa verið gegn ríkinu hafa verið leidd til lykta árlega frá og með árinu 2008? Í hversu mörgum þeirra hefur ríkislögmaður sjálfur verið verjandi fyrir hönd ríkisins?
     2.      Er ríkinu heimilt að fela öðrum en ríkislögmanni málsvörn í dómsmálum sem rekin eru gegn ríkinu og ef svo er, samkvæmt hvaða heimildum? Hversu mörg dómsmál gegn ríkinu þar sem verjandi er annar en ríkislögmaður hafa verið leidd til lykta árlega frá og með árinu 2008?
     3.      Er ríkislögmanni heimilt að taka að sér mál fyrir undirstofnanir ríkisins og þá hverjar þeirra og hverjar ekki? Hversu mörg slík dómsmál þar sem verjandi er ríkislögmaður hafa verið leidd til lykta árlega frá og með árinu 2008?
     4.      Hversu mörg dómsmál gegn undirstofnunum ríkisins þar sem verjandi er annar en ríkislögmaður hafa verið leidd til lykta árlega frá og með árinu 2008?
     5.      Hverjir hafa verið verjendur í framangreindum málum, sundurliðað eftir stofnun, ártali og fjölda mála? Hversu mörgum þessara mála hefur lokið með sýknu ríkisins eða undirstofnana þess af dómkröfum og hversu mörgum með viðurkenningu á dómkröfum?


Skriflegt svar óskast.