Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 445. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 559  —  445. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um stöðu erindis vegna sjálfskuldarábyrgðar
sem Mosfellsbær undirgekkst.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hefur frá því 1. febrúar 2011 legið fyrir erindi hjá ráðuneytinu vegna sjálfskuldarábyrgðar sem Mosfellsbær undirgekkst 24. september 2009 vegna 246 millj. kr. láns sem Helgafellsbyggingar hf. tóku hjá NBI hf. (Landsbankanum)? Ef svo er, hvers vegna hefur ráðuneytið ekki afgreitt erindið?
     2.      Hefur verið óskað eftir áliti ráðuneytisins á því hvort fyrrgreind sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar sé í samræmi við lög?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þessara mála?


Skriflegt svar óskast.