Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 455. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 574  —  455. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um kennslu og stuðning
framhaldsskóla við nemendur með sérþarfir.


Frá Guðrúnu Erlingsdóttur.



     1.      Er upplýsingum um kennslu og stuðning framhaldsskóla við nemendur með sérþarfir safnað saman á skipulegan hátt? Ef svo er, hver annast upplýsingasöfnunina?
     2.      Hvernig haga framhaldsskólarnir kennslu og stuðningi við nemendur með sérþarfir, t.d. nemendur með sértækar málþroskaraskanir, athyglisbrest (ADD), athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) og lesblindu (dyslexíu)?
     3.      Hvernig leggja framhaldsskólarnir mat á sérþarfir nemenda sem ekki hafa verið metnir af viðurkenndum greiningaraðilum áður en þeir innritast í framhaldsskóla?


Skriflegt svar óskast.