Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 368. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 576  —  368. mál.




Svar



umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar
um álver Alcoa í Reyðarfirði.


     1.      Hvaða vöktun hefur farið fram á umhverfisáhrifum álvers Alcoa í Reyðarfirði frá því að rekstur álbræðslu fyrirtækisins hófst árið 2007?
    Vöktun umhverfis álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hófst með grunnmælingum árið 2005 og hefur verið viðhaldið síðan í samræmi við vöktunaráætlun sem samþykkt er af Umhverfisstofnun. Áætlunin var síðast endurskoðuð árið 2010. Um niðurstöður umhverfisvöktunar má sjá skýrslur á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
    Í 1. töflu er teknir saman vöktunarþættir, mæliþættir, staðsetning vöktunar og tíðni. Á 1. mynd má sjá staðsetningu loftgæðamælistöðva og vöktunarstaða fyrir vatn og gróður í Reyðarfirði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hefur farið fram úttekt á samfélagslegum áhrifum álbræðslunnar, eins og fyrirhugað var? Ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður?
    Lokaskýrslu um rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi var skilað til iðnaðarráðherra árið 2010 og er hana að finna á slóðinni: www. rha.is/static/files/Rannsoknir/2010/Samfelagsahrif_alvers_og_virkjunar_A-landi_lokasky rsla_2010.pdf. Samantekt um helstu niðurstöður er að finna í skýrslunni í bréfi verkefnastjórnar til iðnaðarráðherra, dags. 2. september 2010. Málefnið heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

     3.      Hvernig er háttað meðferð úrgangs, rafskauta o.fl. frá álbræðslunni, vöktun eftirlitsmælinga og rekstri og viðhaldi mengunarvarnarbúnaðar?
    Rafskautaleifar eru sendar til Noregs þar sem þær eru endurnýttar við framleiðslu nýrra skauta. Kerbrot, álgjall og ýmsar aðrar aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna eru sendar til Bretlands til endurvinnslu.
    Eftirlitsmælingar eru hluti af innra eftirliti rekstraraðila og fara fram í samræmi við samþykkta mæliáætlun, sbr. grein 3.1 í starfsleyfi fyrirtækisins, sjá 2. töflu. Mælingar eru annars vegar samfelldar með sjálfvirkum mælitækjum og hins vegar reglubundin sýnataka þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma mælingar. Niðurstöður mælinga eru sendar Umhverfisstofnun ársfjórðungslega.
    Rekstraraðila ber skv. gr. 3.2 í starfsleyfi m.a. að halda skrá yfir prófun og kvörðun mælibúnaðar og í eftirliti er farið yfir mæliáætlun, niðurstöður mælinga og eftirlit og kvörðun mælitækja. Rekstraraðila ber einnig að halda skrá yfir viðhald, eftirlit og bilanir í mengunarvarnabúnaði og að tilkynna til Umhverfisstofnunar um bilanir og óhöpp sem hafa í för með sér losun mengandi efna í samræmi við viðbragðsáætlun. Jafnframt er farið yfir slík atvik með rekstraraðila og gengið úr skugga um að gerðar séu ráðstafanir sem miði að því að hindra að sambærilegt atvik endurtaki sig.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hverjar eru árlegar niðurstöður mælinga á mengun og umhverfisáhrifum álbræðslunnar?
    Eftirlitsmælingar og vöktunarmælingar hafa fram til ársins 2011 verið undir mörkum í starfsleyfi og viðmiðunum sem gilda.
    Álver Alcoa Fjarðaáls hóf starfsemi árið 2007 og í slíkum tilvikum er ekki komist hjá vissri óreglu í rekstri meðan verið er að ræsa ker og koma framleiðslu upp í fullan rekstur. Í starfsleyfi fyrirtækisins var tekið tillit til þessa og tóku umhverfismörk samkvæmt starfsleyfi ekki að fullu gildi fyrr en árið 2010. Losun álversins (sjá svar við 5. tölul.) var umfram tilgreind gildi en telst ekki vera brot á starfsleyfi, sbr. framanritað.
    Árið 2012 var vart aukins styrks flúors í umhverfi álversins og umfram viðmiðun um styrk flúors í gróðri. Umhverfisstofnun veitti Alcoa Fjarðaáli frest til 15. nóvember sl. til að skila gögnum og greinargerð um atburðinn en ekki er lokið úrvinnslu atviksins á stofnuninni.
    Fjallað er um niðurstöður mælinga á mengun og umhverfisáhrifum álversins í árlegum vöktunarskýrslum. Vöktunarskýrslur má sjá á heimasíðu Umhverfisstofnunar á slóðinni: ust.is/einstaklingar/mengandi-starfsemi/alver/alcoa-fjardaral--reydarfirdi/

     5.      Hver er árleg losun álbræðslunnar á óhreinsuðu brennisteinsdíoxíði og loftkenndu flúoríði í andrúmsloftið?
    Í 3. töflu eru dregnar saman upplýsingar um losun álversins fyrir árin 2007–2011. Auk magns loftkennds flúoríðs er gefið upp magn rykbundins flúoríðs og heildarflúoríðs af þeirri ástæðu að mörk í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls miða við magn heildarflúoríðs. Álverið var ekki komið í fulla framleiðslu fyrr en í apríl 2008.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     6.      Hefur styrkur óhreinsaðs brennisteinsdíoxíðs og loftkennds flúoríðs verið undir umhverfismörkum samkvæmt umhverfismati og starfsleyfi frá því að starfsemi álbræðslunnar hófst?
    Mörk fyrir losun efna í starfsleyfi álversins eru í samræmi við forsendur og niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Í starfsleyfi álversins eru mörk fyrir brennisteinsdíoxíð og heildarflúoríð en ekki fyrir loftkennt flúoríð (HF), sbr. 4. töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Árið 2007 var losun brennisteinsdíoxíðs og heildarflúors yfir tilgreindum gildum í starfsleyfi en það er í samræmi við áætlanir og gert ráð fyrir því í starfsleyfi fyrirtækisins. Lítil framleiðsla og ræsiferli kerja leiðir til hærri hlutfallslegrar losunar (per tonn framleidd).
    Árið 2008 var losun heildarflúors við mörk í starfsleyfi, losun brennisteinsdíoxíðs undir mörkum í starfsleyfi.
    Árin 2009, 2010 og 2011 var losun heildarflúors og brennisteinsdíoxíðs undir mörkum í starfsleyfi.

     7.      Hver hefur verið meðaltalsstyrkur loftkennds flúoríðs 1. apríl til 30. september ár hvert, innan og utan þynningarsvæðis verksmiðjunnar?
    Eins og áður er getið hefur styrkur loftkennds flúors verið mældur á fjórum vöktunarstöðvum frá árinu 2005, tveimur í jaðri þynningarsvæðis (stöðvar 2 og 3) og tvær stöðvar eru lengra frá álverinu (stöðvar 1 og 4) (stöð 4 hóf mælingar árið 2007). Ekki er fylgst með styrk loftmengunarefna innan þynningarsvæðis. Meðalstyrkur loftkennds flúoríðs á þessum stöðum er settur fram í 5. töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     8.      Hvert hefur verið árlegt magn svifryks, kolefnissambanda og annarra gróðurhúsalofttegunda frá álbræðslunni?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í 6. töflu eru upplýsingar um heildarlosun ryks, kolefnissambanda á formi CO 2 og annarra gróðurhúsalofttegunda (PFC) árin 2008–2011 miðað við framleitt áltonn, sem að mestu leyti innan kornastærðar sem afmarkar svifryk (10 .m).

     9.      Hvað olli flúormengun í heyfeng í Reyðarfirði síðastliðið sumar?
    Umhverfisstofnun hefur kallað eftir greinargerð frá Alcoa Fjarðaáli um uppruna og orsakir mengunarinnar, viðbrögð fyrirtækisins við því og aðgerðir til að koma í veg fyrir að slíkt hendi á ný. Ekki hefur verið unnið úr niðurstöðum og því of snemmt að tilgreina hverjar orsakirnar eru. Á 3. mynd er sýndur meðalstyrkur flúoríðs í heysýnum á sýnatökustöðum (sýnum safnað haustið 2012).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     10.      Hefur mælst flúormengun í gróðri í Reyðarfirði, svo sem í mosa, fléttum og beitargróðri?
    Mosi og fléttur.
    Hækkun hefur orðið í styrk flúoríðs í mosa og fléttum frá því að álverið hóf starfsemi. Grunngildi er talið vera um 5 .g/g. Hækkun frá grunngildi er mengun. Niðurstöður mælinga fyrir árið 2012 hafa ekki borist Umhverfisstofnun.
    Árið 2011 mældist styrkur flúoríðs í mosa á bilinu 5–250 .g/g, lægstur á sýnatökustað sunnan fjarðar og hæstur rétt vestan álvers (innan þynningarsvæðis).
    Árið 2011 mældist styrkur flúors í fléttum á bilinu 5–96 .g/g, lægstur á sýnatökustað á Eskifirði og hæstur á sýnatökustað er rétt ofan álverið (innan þynningarsvæðis).
    Gras.
    Hækkun hefur orðið í styrk flúoríðs í beitargróðri, það er grasi, frá því að álverið hóf starfsemi. Á 4. mynd er sýndur styrkur flúoríðs í nýjustu grassýnum á sýnatökustöðum (sýnum var safnað sumarið 2012). Grunngildi í grasi á svæðinu er talið vera um 5 .g/g. Hækkun frá grunngildi er mengun.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.