Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 463. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 597  —  463. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um byggingarreglugerð.


Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hefur farið fram mat á áhrifum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 á byggingarkostnað? Ef svo er, hver vann það mat og hverjar voru niðurstöður þess?
     2.      Mun Hagstofa Íslands um áramót breyta grunni sínum til útreiknings byggingarvísitölu þannig að „vísitöluhúsið“ (18 íbúða fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu) uppfylli ákvæði reglugerðarinnar?
     3.      Hefur farið fram mat á áætlaðri hækkun byggingarvísitölu við gildistöku reglugerðarinnar?
     4.      Hefur hækkun byggingarvísitölu áhrif, bein eða óbein, á neysluverðsvísitölu og þar með verðtryggðar skuldbindingar, svo sem verðtryggð húsnæðislán? Ef svo er, hver verða reiknuð áhrif á verðtryggð lán við gildistöku reglugerðarinnar?
     5.      Hefur ráðherra íhugað að fresta gildistöku reglugerðarinnar?


Skriflegt svar óskast.