Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 473. máls.

Þingskjal 611  —  473. mál.


Frumvarp til laga

um breytingu á lögum um vörugjald, nr. 97/1987, og tollalögum,
nr. 88/2005, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.)




I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

1. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar um útreikning vörugjalds getur tollstjóri heimilað innflytjanda matvæla sem falla undir liði A- og B-lið í viðauka I við lögin að tilgreina á tollskýrslu þyngd viðbætts sykurs eða sætuefnis í vöru mælda í kílógrömmum eða grömmum og greiða vörugjald í samræmi við þá þyngd. Fari innflytjandi fram á að reikna gjald með þessum hætti skal hann vera tilbúinn til að framvísa innihaldslýsingu frá framleiðanda vöru þar sem fram kemur nákvæm þyngd sykurs eða sætuefna, hvenær sem tollstjóri óskar eftir því. Nýti innflytjandi sér heimild samkvæmt þessari grein skal grunnur til útreiknings vörugjalds vera 210 kr. á hvert kílógramm af viðbættum sykri. Í þeim tilvikum þar sem sætuefni kemur í stað sykurs í vöru eða er til staðar ásamt sykri og innflytjandi nýtir sér heimild samkvæmt þessari grein skal hann á grundvelli innihaldslýsingar tilgreina þyngd sætuefna í vöru og greiða 42 kr. fyrir hvert gramm af viðbættum sætuefnum í vörunni.

2. gr.

    Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr., 1. málsl. 1. mgr. 5. gr., 3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: tollstjóra; í stað orðsins „Ríkisskattstjóri“ í 2. málsl. 5. mgr. 7. gr., 2. málsl. 1. mgr. 8. gr., 3. og 4. málsl. 5. mgr. 9. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Tollstjóri; og í stað orðsins „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 5. mgr. 9. gr. laganna kemur: tollstjóri.

3. gr.

    Við 4. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er framleiðendum vara sem falla undir A- og B-lið í viðauka I, sem ekki hefur verið veitt heimild skv. 10. gr. til að kaupa hráefni eða efnivöru án vörugjalds, ekki skylt að tilkynna um starfsemi sína eða atvinnurekstur til skráningar hjá tollstjóra.
    Heimild skv. 10. gr. til að kaupa hráefni eða efnivöru án vörugjalds verður ekki gefin út til framleiðanda vörugjaldsskyldra matvæla án þess að skráning skv. 2. mgr. hafi átt sér stað.
    3. og 4. mgr. eiga þó ekki við um framleiðendur vara sem falla undir vöruliðinn 1701 í tollskrá í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005.

4. gr.

    Í stað orðanna „Ríkisskattstjóri og framleiðendur“ í 1. málsl. og „Ríkisskattstjóri og framleiðandi“ í 2. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Framleiðendur.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Orðin „eða ríkisskattstjóra“ í 2. málsl. og orðin „eða ríkisskattstjóri“ í 5. málsl. 1. mgr. falla brott.
     b.      3. mgr. fellur brott.

6. gr.

    Á eftir 1. mgr. 12. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Vegna eftirlits með skilum á vörugjaldi skal tollstjóri hafa sömu heimildir til eftirlits og öðrum skattyfirvöldum eru veitt í 38. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við lögin:
     a.      A-liður viðaukans verður svohljóðandi: Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða vörugjald fyrir hvert kíló af vörunni sem hér segir:
Tollskrárnúmer Kr./kg Tollskrárnúmer Kr./kg Tollskrárnúmer Kr./kg
04021000 15 kr. 17049007 210 kr. 20084001 32 kr.
04022900 15 kr. 17049009 210 kr. 20084009 32 kr.
04029900 15 kr. 18061001 84 kr. 20085001 32 kr.
04031011 15 kr. 18061009 84 kr. 20085009 32 kr.
04031012 15 kr. 18062010 189 kr. 20086001 32 kr.
04031013 15 kr. 18062020 105 kr. 20086009 32 kr.
04031019 15 kr. 18062031 137 kr. 20087001 32 kr.
04031021 15 kr. 18062041 158 kr. 20087009 32 kr.
04031022 15 kr. 18062050 158 kr. 20088001 32 kr.
04031023 15 kr. 18062060 179 kr. 20088009 32 kr.
04031029 15 kr. 18062090 97 kr. 20089100 32 kr.
04039011 15 kr. 18063101 84 kr. 20089301 32 kr.
04039012 15 kr. 18063109 84 kr. 20089309 32 kr.
04039013 15 kr. 18063201 84 kr. 20089701 32 kr.
04039014 15 kr. 18063202 84 kr. 20089709 32 kr.
04039019 15 kr. 18063203 84 kr. 20089901 32 kr.
04039021 15 kr. 18063209 84 kr. 20089909 32 kr.
04039022 15 kr. 18069011 158 kr. 21011201 11 kr.
04039023 15 kr. 18069012 158 kr. 21012001 11 kr.
04039029 15 kr. 18069019 158 kr. 21032000 32 kr.
04061011 17 kr. 18069021 105 kr. 21033001 32 kr.
04090000 210 kr. 18069023 84 kr. 21039040 101 kr.
13022001 21 kr. 18069024 147 kr. 21039091 21 kr.
17011200 210 kr. 18069025 32 kr. 21069012 21 kr.
17011300 210 kr. 18069026 116 kr. 21069022 210 kr.
17011400 210 kr. 18069041 158 kr. 21069026 21 kr.
17019101 210 kr. 18069051 179 kr. 21069028 210 kr.
17019102 210 kr. 18069091 179 kr. 21069029 10.500 kr.
17019103 210 kr. 19012012 21 kr. 21069031 11 kr.
17019104 210 kr. 19012051 84 kr. 21069038 11 kr.
17019105 210 kr. 19012053 63 kr. 21069041 105 kr.
17019106 210 kr. 19012054 21 kr. 21069042 105 kr.
17019107 210 kr. 19012055 21 kr. 21069048 105 kr.
17019109 210 kr. 19012062 21 kr. 21069049 105 kr.
17019901 210 kr. 19012067 21 kr. 21069051 210 kr.
17019902 210 kr. 19012072 21 kr. 21069062 32 kr.
17019903 210 kr. 19012073 21 kr. 21069063 210 kr.
17019904 210 kr. 19012075 63 kr. 21069067 11 kr.
17019905 210 kr. 19012076 21 kr. 29242960 42.000 kr.
17019906 210 kr. 19012084 21 kr. 29251101 42.000 kr.
17019907 210 kr. 19012088 21 kr. 29251109 42.000 kr.
17019909 210 kr. 19019021 21 kr. 29349200 42.000 kr.
17021100 210 kr. 19019031 21 kr. 2938200 42.000 kr.
17021900 210 kr. 19019091 21 kr. 30039001 130 kr.
17022000 210 kr. 19041003 42 kr. 30045004 130 kr.
17023001 210 kr. 19052000 21 kr. 30049004 130 kr.
17023002 210 kr. 19053110 84 kr. 33021021 130 kr.
17023009 210 kr. 19053131 69 kr. 33021030 130 kr.
17024001 210 kr. 19053132 21 kr. 40111000 20 kr.
17024002 210 kr. 19053139 21 kr. 40112000 20 kr.
17024009 210 kr. 19053201 21 kr. 40114000 20 kr.
17025000 210 kr. 19053209 21 kr. 40115000 20 kr.
17026000 210 kr. 19059049 21 kr. 40116100 20 kr.
17029001 210 kr. 19059091 21 kr. 40116200 20 kr.
17029002 210 kr. 20060011 21 kr. 40116300 20 kr.
17029003 210 kr. 20060012 21 kr. 40116900 20 kr.
17029004 210 kr. 20060019 21 kr. 40119200 20 kr.
17029009 210 kr. 20060021 21 kr. 40119300 20 kr.
17031002 210 kr. 20060023 21 kr. 40119400 20 kr.
17031009 210 kr. 20060029 21 kr. 40119900 20 kr.
17039009 210 kr. 20060030 21 kr. 40121100 20 kr.
17041000 139 kr. 20071000 105 kr. 40121200 20 kr.
17049001 84 kr. 20079100 105 kr. 40121900 20 kr.
17049002 84 kr. 20079900 105 kr. 40122000 20 kr.
17049003 210 kr. 20082001 32 kr. 40129000 20 kr.
17049004 84 kr. 20082009 32 kr. 40131000 20 kr.
17049005 210 kr. 20083001 32 kr. 40132000 20 kr.
17049006 105 kr. 20083009 32 kr. 40139000 20 kr.

     b.      B-liður viðaukans verður svohljóðandi: Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða vörugjald fyrir hvern lítra af vörunni sem hér segir:
Tollskrárnúmer Kr./l Tollskrárnúmer Kr./l Tollskrárnúmer Kr./l
04041010 15 kr. 22029013 21 kr. 22029092 11 kr.
21050011 32 kr. 22029014 21 kr. 22029093 11 kr.
21050019 32 kr. 22029015 21 kr. 22029094 11 kr.
21050021 32 kr. 22029016 21 kr. 22029095 11 kr.
21050029 32 kr. 22029017 21 kr. 22029096 11 kr.
22021011 21 kr. 22029031 11 kr. 22029097 11 kr.
22021012 21 kr. 22029032 11 kr. 22029099 11 kr.
22021013 21 kr. 22029033 11 kr. 22029019 11 kr.
22021014 21 kr. 22029034 11 kr. 22030011 11 kr.
22021015 21 kr. 22029035 11 kr. 22030012 11 kr.
22021016 21 kr. 22029036 11 kr. 22030013 11 kr.
22021019 21 kr. 22029037 11 kr. 22030014 11 kr.
22021091 21 kr. 22029039 11 kr. 22030015 11 kr.
22021092 21 kr. 22029041 11 kr. 22030016 11 kr.
22021093 21 kr. 22029042 11 kr. 22030019 11 kr.
22021094 21 kr. 22029043 11 kr. 22030091 11 kr.
22021095 21 kr. 22029044 11 kr. 22030092 11 kr.
22021096 21 kr. 22029045 11 kr. 22030093 11 kr.
22021097 21 kr. 22029046 11 kr. 22030094 11 kr.
22021099 21 kr. 22029047 11 kr. 22030095 11 kr.
22029011 21 kr. 22029049 11 kr. 22030096 11 kr.
22029012 21 kr. 22029091 11 kr. 22030099 11 kr.

     c.      Tollskrárnúmerin 4421.9021, 9019.1011 og 9019.1012 bætast við C-lið viðaukans.
     d.      Tollskrárnúmerin 7009.1000, 7014.0001 og 8708.9500 falla brott úr C-lið viðaukans.
     e.      Tollskrárnúmerin 8418.6101 og 8516.7909 falla brott úr D-lið viðaukans.

II. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á tollskrá í viðauka I við tollalög:
                                       A     A1     E
                                       %     kr./kg     %
     a.      Á 4. kafla verða eftirfarandi breytingar:
                  1.      Tollskrárnúmerið 0404.1000 fellur niður og í staðinn kemur:
                      –    Mysa og umbreytt mysa, einnig kjörnuð eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni:
                  0404.1010     –     –    Mysa og umbreytt mysa, einnig kjörnuð, með viðbættum sykri eða öðru sætiefni .          30     15     
                  0404.1020     –     –    Önnur mysa og umbreytt mysa, einnig kjörnuð .          30     15     
                  2.      Tollskrárnúmerin 0406.1001 og 0406.1009 falla niður og í staðinn kemur:
                      –     –    Skyr:
                  0406.1011     –     –     –    Skyr með viðbættum sykri eða sætiefni          30     430     
                  0406.1019     –     –     –    Annað skyr          30     430     
                  0406.1090    –    –    Annað          30     430     
     b.      Á 18. kafla verða eftirfarandi breytingar:
                  1.      Tollskrárnúmerin 1806.2001 til og með tollskrárnúmersins 1806.2009 falla niður og í staðinn kemur:
                  1806.2010     –     –    Núggatmassi í 5 kg blokkum eða þyngri          0          
                  1806.2020     –     –    Búðingsduft          0          
                      –     –    Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur 30% eða meira miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna:
                  1806.2031     –     –     –    Með viðbættum sykri eða öðru sætiefni          10     129     
                  1806.2039     –     –     –    Annað          10     129     
                      –     –    Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur minna en 30% miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna:
                  1806.2041     –     –     –    Með viðbættum sykri eða öðru sætiefni          10     47     
                  1806.2049     –     –     –     Annað          10     47     
                      –     –     Annað:
                  1806.2050     –     –     –    Önnur framleiðsla, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur 30% eða meira miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti          10     129     0
                  1806.2060     –     –     –    Önnur framleiðsla, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur minna en 30% miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti          10     47     0
                  1806.2090     –     –     –     Annars          10          0
                  2.      Tollskrárnúmerið 1806.9027 fellur niður.
                  3.      Tollskrárnúmerin 1806.9028, 1806.9029 og 1806.9039 falla niður og í staðinn kemur:
                      –     –     –    Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur 30% eða meira miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna:
                  1806.9041     –     –     –     –    Með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          20     139     0
                  1806.9049     –     –     –     –    Annað          20     139     0
                      –     –     –    Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur minna en 30% miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna:
                  1806.9051     –     –     –     –    Með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          20     50     0
                  1806.9059     –     –     –     –    Annað          20     50     0
                      –     –     –    Annars:
                  1806.9091     –     –     –     –    Með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          20     50     0
                  1806.9099     –     –     –     –     Annað          20     50     0
     c.      Á 19. kafla verða eftirfarandi breytingar:
                  1.      Tollskrárnúmer 1901.2013 til og með tollskrárnúmerið 1901.9020 falla brott og í staðinn kemur:
                  1901.2051     –     –     –    Til framleiðslu á sætakexi í nr. 1905.3110, þ.m.t. smákökur          0     20
                  1901.2052     –     –     –    Til framleiðslu á sætakexi í nr. 1905.3120, þ.m.t. smákökur          0     20
                  1901.2053     –     –     –    Til framleiðslu á piparkökum í nr. 1905.3131          0     35     
                  1901.2054     –     –     –    Til framleiðslu á vöflum og kexþynnum í nr. 1905.3201 og 1905.3209 með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          0     12     
                  1901.2055     –     –     –    Til framleiðslu á vöflum og kexþynnum í nr. 1905.3201 og 1905.3209 án viðbætts sykurs eða öðrum sætiefnum          0     12     
                  1901.2056     –     –     –    Til framleiðslu á tvíbökum, ristuðu brauði og áþekkum ristuðum vörum í nr. 1905.4000          0     15     
                  1901.2057     –     –     –    Til framleiðslu á brauði í nr. 1905.9011, með fyllingu sem að meginhluta er úr smjöri eða öðrum mjólkurafurðum          0     47     
                  1901.2058     –     –     –    Til framleiðslu á brauði í nr. 1905.9019          0     6     
                  1901.2059     –     –     –    Til framleiðslu á ósætu kexi í nr. 1905.9021 og 1905.9029          0     5
                  1901.2061     –     –     –    Til framleiðslu á saltkexi og kryddkexi í nr. 1905.9030          0          
                  1901.2062     –     –     –    Til framleiðslu á kökum og konditorstykkjum í nr. 1905.9041 og 1905.9049 með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          0     40     
                  1901.2063     –     –     –    Til framleiðslu á kökum og konditorstykkjum í nr. 1905.9041 og 1905.9049 án viðbætts sykurs eða öðrum sætiefnum          0     40     
                  1901.2064     –     –     –    Blöndur og deig, með kjötinnihaldi til framleiðslu á bökum, þ.m.t. pítsur (pizza) í nr. 1905.9051          0     99     
                  1901.2065     –     –     –    Blöndur og deig, með öðru innihaldi en kjöti, til framleiðslu á bökum, þ.m.t. pítsur (pizza) í nr. 1905.9059          0     67     
                  1901.2066     –     –     –    Til framleiðslu á nasli, svo sem skífum, skrúfum, hringjum, keilum, stöngum o.þ.h.          0          
                  1901.2067     –     –     –    Til framleiðslu á vörum í nr. 1905.9091          0     52     
                  1901.2068     –     –     –    Til framleiðslu á vörum í nr. 1905.9099          0     52     
                      –     –     Annars:
                  1901.2071     –     –     –     Til framleiðslu á hrökkbrauði í nr. 1905.1000          0          
                  1901.2072     –     –     –    Til framleiðslu á hunangskökum og þess háttar í nr. 1905.2000          0
                  1901.2073     –     –     –    Til framleiðslu á sætakexi í nr. 1905.3110, þ.m.t. smákökur          0          
                  1901.2074     –     –     –    Til framleiðslu á sætakexi í nr. 1905.3120, þ.m.t. smákökur          0          
                  1901.2075     –     –     –    Til framleiðslu á piparkökum í nr. 1905.3131          0          
                  1901.2076     –     –     –    Til framleiðslu á vöflum og kexþynnum í nr. 1905.3201 og 1905.3209          0          
                  1901.2077     –     –     –    Til framleiðslu á tvíbökum, ristuðu brauði og áþekkum ristuðum vörum í nr. 1905.4000          0          
                  1901.2078     –     –     –    Til framleiðslu á brauði í nr. 1905.9011, með fyllingu sem að meginhluta er úr smjöri eða öðrum mjólkurafurðum          0          
                  1901.2079     –     –     –    Til framleiðslu á brauði í nr. 1905.9019          0          
                  1901.2081     –     –     –    Til framleiðslu á ósætu kexi í nr. 1905.9021 og 1905.9029          0          
                  1901.2082     –     –     –    Til framleiðslu á saltkexi og kryddkexi í nr. 1905.9030          0          
                  1901 2083     –     –     –    Til framleiðslu á kökum og konditorstykkjum í nr. 1905.9041          0
                  1901 2084     –     –     –    Til framleiðslu á kökum og konditorstykkjum í nr. 1905.9049          0
                  1901.2085     –     –     –    Blöndur og deig, með kjötinnihaldi til framleiðslu á bökum, þ.m.t. pítsur í nr. 1905.9051          0          
                  1901.2086     –     –     –    Blöndur og deig, með öðru innihaldi en kjöti, til framleiðslu á bökum, þ.m.t. pítsur í nr. 1905.9059          0          
                  1901.2087     –     –     –    Til framleiðslu á nasli, svo sem skífum, skrúfum, hringjum, keilum, stöngum o.þ.h.          0          
                  1901.2088     –     –     –    Til framleiðslu á vörum í nr. 1905.9091 með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          0          
                  1901.2089     –     –     –    Annað til framleiðslu á vörum í nr. 1905.9099          0          
                      –     Annað:
                      –     –     Efni til framleiðslu á drykkjarvörum:
                  1901.9021     –     –     –    Tilreidd drykkjarvöruefni að uppistöðu úr vörum í nr. 0401 til nr. 0404, sem ekki innihalda kakaó eða innihalda kakaó innan við 5% miðað við þyngd reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, ót. a., með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum, auk annarra minniháttar efnisþátta og bragðefna          0          
                  1901.9029     –     –     –    Önnur tilreidd drykkjarvöruefni að uppistöðu úr vörum í nr. 0401 til nr. 0404, sem ekki innihalda kakaó eða innihalda kakaó innan við 5% miðað við þyngd reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, ót. a.          0          
                  1901.9031     –     –     –    Önnur drykkjarvöruefni með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          0          
                  1901.9039     –     –     –    Önnur drykkjarvöruefni          0          
                      –     –     Annað:
                  1901.9091     –     –     –     Með viðbættum sykri eða öðrum sætiefni          0          
                  1901.9099     –     –     –    Annað          0          
                  2.      Tollskrárnúmerið 1904.1002 fellur niður og í staðinn kemur:
                  1904.1003     –     –    Morgunverðarkorn með meira en 10% af viðbættum sykri          0          
                  1904.1004     –     –    Annað morgunverðarkorn          0          
                  3.      Tollskrárnúmerið 1904.9009 fellur niður og í staðinn kemur:
                      –     –     Annars:
                  1905.9091     –     –     –     Með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          20     55     0
                  1905.9099     –     –     –    Annað          20     55     0
     d.      Á 21. kafla verða eftirfarandi breytingar:
                  1.      Tollskrárnúmerið 2103.9090 fellur niður og í staðinn kemur:
                      –     –     Annað:
                  2103.9091     –     –     –     Með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          0          
                  2103.9099     –     –     –    Annars          0          
                  2.      Tollskrárnúmerið 2106.9019 fellur niður og í staðinn kemur:
                  2106.9012     –     –     –    Annar í öðrum umbúðum með viðbættum sykri eða öðrum sætiefnum          20          0
                  2106.9013     –     –     –    Annar í öðrum umbúðum          20          0
                  3.      Tollskrárnúmerið 2006.9021 fellur niður og í staðinn kemur:
                  2106.9027     –     –     –    Áfengislaus efni (vatnssneyddir kjarnar) án viðbætts sykurs eða öðrum sætiefnum          0          
                  2106.9028     –     –     –    Áfengislaus efni (vatnssneyddir kjarnar) með viðbættum sykri          0          0
                  2106.9029     –     –     –    Áfengislaus efni (vatnssneyddir kjarnar) með viðbættum sætiefnum          0          0     
     e.      Á 29. kafla verða eftirfarandi breytingar:
                  1.      Tollskrárnúmerið 2924.2960 bætist við vöruliðinn 2924, svohljóðandi:
                  2924.2960     –     –     –     Aspartame          0     0     
                  2.      Tollskrárnúmerið 2934.9900 fellur niður og í staðinn kemur:
                      –     –     Annars:
                  2934.9910     –     –     –     Asesulfam K          0          
                  2934.9990     –     –     –     Annars          0     
                  3.      Tollskrárnúmerið 2938.9000 fellur niður og í staðinn kemur:
                      –     Annað:
                  2938.9010     –     –     Sætiefni til matvælaframleiðslu          0          
                  2938.9090     –     –     Annars          0          
     f.      Tollskrárnúmerið 4016.9922 í 46. kafla viðaukans fellur brott.

9. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. mars 2013.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

I. Inngangur.
    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á almennum vörugjöldum sem lögð eru á samkvæmt lögum nr. 97/1987, um vörugjald. Markmið þessarar lagasetningar er tvíþætt, annars vegar að gera álagningu vörugjalda skilvirkari og einfaldari, auk þess að sníða af agnúa og misræmi, en hins vegar að færa álagningu vörugjalda í það horf að gefa skýrari hagræn skilaboð til þess að færa neyslu matvæla í átt til aukinnar hollustu. Þá er frumvarpinu einnig ætlað að auka tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum sem lið í tekjuöflunaráformum ríkisstjórnarinnar samkvæmt fram komnu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013.
    Í maí 2012 skipaði fjármálaráðherra tvo starfshópa, I og II, sem falið var að endurskoða álagningu vörugjalda sem lögð eru á samkvæmt lögum um vörugjald. Starfshópi I var falið að fjalla um álagningu vörugjalda á matvæli en starfshópi II var ætlað að fjalla um álagningu á aðrar vörur í umræddum vörugjaldslögum.
    Í skipunarbréfi starfshóps I kom fram að honum væri ætlað að „gera tillögur um hvaða breytingar er æskilegt að gera á álagningu vörugjalda þannig að hún verði einföld, gegnsæ, samræmd og skilvirk og hlutlaus með tilliti til vöruvals nema þar sem stjórnvöld vilja hafa áhrif á neysluhætti, t.d. vegna manneldis, umhverfis- eða öryggissjónarmiða“. Starfshópnum var ætlað að nálgast verkefni sitt út frá sjónarhóli manneldismarkmiða og gengið út frá því að hann gerði tillögur um „hækkun vörugjalda á þau matvæli þar sem neyslustig samræmist ekki manneldissjónarmiðum“.
    Í erindisbréfi starfshóps II kom m.a. fram að verkefni hans hafi verið að leggja fram tillögur um æskilegar breytingar á álagningu vörugjalda þannig að álagningin yrði einföld og gegnsæ, samræmd og skilvirk og hlutlaus með tilliti til vöruvals nema þar sem stjórnvöld vilja hafa áhrif á neysluhætti, t.d. vegna manneldis, umhverfis- eða öryggissjónarmiða. Í skipunarbréfinu kemur jafnframt fram að vegna þeirrar stöðu sem ríkissjóður er í nú og um töluverða framtíð og vegna þeirra markmiða sem stjórnvöld hafa sett sér í ríkisfjármálum sé nauðsynlegt að tillögur starfshópsins leiði til takmarkaðra breytinga á þeim tekjum sem ríkissjóður hefur haft af almennum vörugjöldum.
    Starfshópur I hefur ekki lokið störfum og fyrirsjáanlegt að áframhaldandi starf hans mun ekki leiða til sameiginlegrar niðurstöðu eða tillagna. Ástæða þess að talið er að áframhaldandi starf hans muni ekki leiða til sameiginlegrar niðurstöðu felst í því að ráðuneytið og mismunandi hagsmunaaðilar innan hópsins geta að öllum líkindum ekki komið sér saman um sameiginlega framtíðarsýn á það hvernig uppbygging vörugjaldakerfis á matvæli eigi að vera háttað. Í ráðuneytinu fór fram greiningarvinna vegna nefndarstarfsins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að réttlætanlegt þyki og mögulegt að beina neyslu í átt að manneldismarkmiðum með hagrænum hvötum. Skoðun á neysluvenjum þjóðarinnar leiðir í ljós að mjög margir neyta of mikillar fitu, einkum harðrar fitu. Margir neyta sykurs innan marka þess sem hæfilegt er talið en sykurneysla sumra er langt umfram það sem mælt er með. Rúmur þriðjungur af viðbættum sykri kemur úr gosdrykkjum en áhrif neyslu þeirra á tannheilsu eru mjög mikil og gildir þá einu hvort í þeim er sykur eða sætuefni. Það er miklum vandkvæðum bundið að beina neyslu frá harðri fitu með hagrænum hvötum en hið sama gildir ekki um sykur, ekki síst vegna þess að allur sykur sem þjóðin neytir er innfluttur, annaðhvort sem hráefni eða í fullunninni vöru. Breytingar á álagningu vörugjalda á matvæli í þessu frumvarpi eru byggðar á þessari undirstöðu. Sú greiningarvinna sem fram fór í ráðuneytinu og unnin var af starfsmönnum þess fól m.a. í sér ítarlega skoðun á þeirri tölfræði og þeim gögnum sem liggja fyrir frá viðkomandi stofnunum um neysluvenjur og manneldismarkmið. Í þeirri vinnu var jafnframt metið hvort æskilegt væri að leita leiða til að stuðla að bættum neysluvenjum með hagrænum hvötum.
    Starfshópur II skilaði niðurstöðu sinni til ráðherra 27. september sl. Í grófum dráttum er tillögum starfshópsins skipt í tvennt; annars vegar tillögur um breytingar á vörugjaldskerfinu sjálfu og hins vegar tillögur sem lúta að breytingum á álagningu vörugjalda á einstök tollskrárnúmer.

II. Álagning vörugjalda samkvæmt lögum nr. 97/1987.
    Í viðauka I við lög nr. 97/1987, um vörugjald, er að finna upptalningu á þeim tollskrárnúmerum sem bera vörugjald. Flokkist vara í tilgreint tollskrárnúmer samkvæmt flokkunarreglum tollskrár ber viðkomandi stjórnvaldi að leggja vörugjald á innflytjanda eða framleiðanda hennar hvort sem um er að ræða innflutta vöru eða innlenda framleiðsluvöru.
    Viðauka I er skipt upp í liði A til E og er álagning gjaldsins með mismunandi hætti eftir því í hvaða lið viðaukans viðkomandi tollskrárnúmer er flokkað. Í A- og B-lið viðaukans er að finna vörur sem lagt er á magngjald, þ.e. gjald á hverja einingu af vörunni. Í A-lið viðaukans er lagt 20–800 kr. gjald á hvert kílógramm af viðkomandi vöru en í viðaukanum er m.a. að finna sykur og vörur sem innihalda sykur, síróp, hunang, kakóduft, konfekt, kökur og kex, drykkjarvöruefni o.fl. Í B-lið viðaukans er hins vegar lagt 16 kr. gjald á hvern lítra af viðkomandi vöru en í viðaukanum er m.a. að finna ýmsar drykkjarvörur og rjómaís.
    Samkvæmt C-, D- og E-lið viðaukans er vörugjaldið lagt á verðmæti vörunnar en gjaldhlutfallið er mishátt eftir því hvaða viðauka er um að ræða. Samkvæmt C-lið viðaukans er lagt 15% vörugjald á verðmæti vörunnar en þar er m.a. ýmiss konar byggingarefni, hreinlætistæki og varahlutir til ökutækja. Samkvæmt D-lið viðaukans er lagt 20% vörugjald á verðmæti vörunnar en í viðaukanum er m.a. að finna ýmiss konar heimilistæki, svo sem ísskápa og þvottavélar svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt E-lið viðaukans er lagt 25% vörugjald á verðmæti vörunnar en í viðaukanum er m.a. að finna myndbandstæki, sjónvörp og fleira áþekkt.
    Vörugjöld á matvæli eru lögð á sem mishátt gjald á hvert kílógramm nema þegar um er að ræða drykkjarvörur, þar er gjaldið sama krónutala á hvern lítra af framleiddri vöru. Þeir innlendu framleiðendur sem framleiða vörugjaldsskylda vöru fá útgefin svokölluð vörugjaldsskírteini og fá á grundvelli þeirra vörugjöld af aðföngum sínum endurgreidd.
    Auðveldast er að fá yfirsýn yfir álagningu vörugjaldanna með því að skoða þau eftir gjaldflokkum enda þótt þeir séu ekki með öllu samstæðir.
    Hæst vörugjald ber tollskrárnúmerið 2106.9021, svokallaðir vatnssneyddir kjarnar. Gjaldið er 800 kr. á kg en allt innheimt gjald er endurgreitt enda er þetta efni notað í vörugjaldsskylda framleiðslu. Tollverð innflutnings í þessum flokki 2011 var 1.250 m.kr. og voru flutt inn á sjötta hundrað tonna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipta þessu númeri í þrennt: án sykurs eða sætuefna, með sykri og með sætuefnum.
    Næsthæsta vörugjaldið er 160 kr. á kíló. Í flokknum eru ýmis drykkjarvöruefni en innflutningur er lítill, mest á próteindrykkjarvöruefnum. Heildartollverð á vöru sem ber þetta vörugjald nam 278 m.kr. árið 2011. Álagt vörugjald nam 28,2 m.kr. og um fjórðungur vörugjaldsins var endurgreiddur. Álagning vörugjalda af innlendri framleiðslu í þessum flokki nam 69 m.kr. árið 2011. Samkvæmt frumvarpinu mun vörugjald í þessum flokkum fara eftir þyngd viðbætts sykurs í vörunni og verður því hærra sem sykurinnihaldið er meira. Ef það er meira en 75% verður gjaldið hærra en það er nú en annars lægra.
    Flokkur sem ber 130 kr. vörugjald á kíló er að mestu leyti vörur sem innihalda kakó, gjarnan til að gera drykki. Einnig er í flokknum núggatmassi. Innflutningur í þessum flokki var ekki mikill og nam alls 136 m.kr. árið 2011. Álagt vörugjald nam 30,7 m.kr. og 40% af því voru endurgreidd. Álagning vörugjalds af innlendri framleiðslu í þessum flokki nam 2 m.kr. árið 2011. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þessir tollflokkar beri vörugjöld í hlutfalli við þyngd viðbætts sykurs. Þau verða því hærri en nú er ef sykurinnihaldið er yfir 62% en annars munu vörugjöld í þessum flokki lækka frá því sem nú er. Vörur í flokkunum eru með mjög mishátt hlutfall af viðbættum sykri, allt frá 40% til 90%.
    Í flokknum sem ber 120 kr. vörugjald eru sætindi sem ekki eru með kakóinnihaldi. Einnig er þarna að finna möndlumassa. Innflutningur árið 2011 nam alls 809 m.kr. og álagt vörugjald í innflutningi nam 152,8 m.kr. en einungis 12% af vörugjaldi voru endurgreidd enda er hér að mestu um fullunna vöru að ræða. Árið 2011 nam innlend álagning vörugjalds í þessum flokki 77 m.kr. Vörugjald á vörur í þessum flokki verður í réttu hlutfalli við viðbættan sykur eins og gildir um önnur matvæli. Það mun hækka frá því sem nú er ef sykurinnihaldið er yfir 52% en annars lækka. Mikill hluti af vörum í þessum flokki er nær hreinn sykur en t.d. lakkrís og karamellur eru með mun lægra hlutfall af viðbættum sykri en aðrar vörur innan flokksins.
    Súkkulaði og önnur matvæli sem innihalda kakó bera 100 kr. vörugjald. Innflutningur nam 878 m.kr. árið 2011 og af álögðu vörugjaldi sem nam 94,4 m.kr. voru einungis 3,5% endurgreidd. Innlend álagning vörugjalds nam 250 m.kr. árið 2011. Vörugjald í þessum flokki hækkar frá því sem nú er ef sykurinnihald vörunnar er yfir 48% en annars lækkar það. Margar tegundir af vörum í þessum flokki eru með lægra hlutfall sykurs en 50%.
    Þær vörur sem bera 80 kr. vörugjald eru kex og sætabrauð ýmiss konar, óháð því hvort þessar vörur innihalda mikinn sykur. Innflutningur nam samtals 768 milljónum árið 2011. Innan við 3% af álögðum vörugjöldum sem námu 115,1 m.kr. voru endurgreidd. Vörugjöld af innlendri framleiðslu í þessum flokki námu 28 m.kr. árið 201. Þær vörur sem innihalda yfir 38% af sykri munu bera hærra vörugjald en þær gera í dag en flestar tegundir eru með töluvert minna sykurinnihald en það. Algengt er að hlutur sykurs í þessum vörum sé um 10% og vörugjald á þessar vörur mun því lækka frá því sem nú er.
    Vörur sem bera 60 kr. vörugjald á kíló voru fluttar inn fyrir 1,5 milljarða kr. árið 2011. Hér er sykur alls konar svo sem strásykur, molasykur, púðursykur, síróp og fleira. Álagt vörugjald á þennan flokk nam 700,7 m.kr. Af álögðu vörugjaldi eru 40% endurgreidd og álagning á innlenda framleiðslu í þessum flokki nam 38 m.kr. árið 2011. Þessar vörur eru undantekningarlítið hreinn sykur og munu því bera vörugjald að fullu. Það mun hækka frá því sem nú er um 150 kr. á hvert kíló.
    Lagt er 50 kr. gjald á hvert kíló af ýmiss konar búðingsdufti og öðrum vörum. Innflutningur nam alls 21,9 m.kr. árið 2011 og vörugjald sem nam 2 m.kr. var allt endurgreitt. Einungis var lagt 0,5 m.kr. vörugjald í þessum flokki á innlenda framleiðslu árið 2011. Vörugjald á vörur í þessum flokki mun hækka ef sykurinnihaldið er yfir 24% og það á við um margar tegundir í flokknum.
    Sykurlaust kakóduft ber 30 kr. vörugjald á kíló og hið sama á við um fleiri vörur sem innihalda mjólkurafurðir og ætlaðar eru til að framleiða drykkjarvörur. Innflutningur árið 2011 nam 187,2 m.kr. og af 7,9 m.kr. vörugjaldi var nær ekkert endurgreitt. Nær ekkert vörugjald var lagt á vörur í þessum gjaldflokki árið 2011 vegna framleiðslu innan lands. Algengt sykurinnihald í vörum í þessum flokkum er 30% en gjaldið verður hærra en það er nú ef innihaldið er meira en 14%.
    Á ávaxtasúpur og grauta og grænmeti sem er varið fyrir skemmdum með sykri er lagt 24 kr. vörugjald á hvert kíló. Innflutningur 2011 nam 556,5 m.kr. og vörugjaldið 37,2 m.kr. Þar af var fjórðungur endurgreiddur innlendum framleiðendum. Álagt vörugjald vegna innlendrar framleiðslu í þessum flokki var 9 m.kr. árið 2011. Vörugjald í þessum flokki hækkar frá því sem nú er ef sykurinnihaldið er meira en 11% en algengt er að það sé nálægt 15% en sumar vörur í flokknum geta verið með meira sykurinnihald en það.
    Vörugjald á hvers kyns drykkjarvörur og ís er 16 kr. á hvern lítra. Innflutningur árið 2011 var 1.675,7 m.kr. að verðmæti og vörugjald sem lagt var á þessar vörur nam 114,5 m.kr. Þar af voru endurgreiddar 24,5 m.kr. eða 21%. Árið 2011 nam álagning vörugjalds á innlenda framleiðslu í þessum flokki 1.044 m.kr. Þetta er því uppistaðan í vörugjaldsálagningu á innlenda matvælaframleiðslu. Um er að ræða mikinn fjölda tollflokka sem aðallega snúa að mismunandi umbúðum sem varan er seld í. Í frumvarpinu er lagt til að gjaldið verði byggt á hlutfalli sykurs þar sem hann er settur í og þar sem sætuefni eru notuð í stað sykurs verði miðað við sama hlutfall og ef um sykur væri að ræða. Efnin gefa margfalt sætubragð miðað við sykur og því óhægt um vik að leggja gjald á þau eftir þyngd. Í venjulegum gosdrykkjum er sykurmagn um 10% og nýtt vörugjald verður hærra en það sem fyrir er ef sykurmagnið er yfir 8%.
    Frumvarpinu er ætlað að láta öll matvæli með viðbættum sykri bera vörugjald í réttu hlutfalli við sykurmagn en það samband er mjög óbeint í núgildandi lögum. Markmiðið með þessu frumvarpi er hins vegar að leggja eingöngu vörugjald á vörur sem innihalda sykur eða sætuefni. Við bætast því nokkrar vörutegundir sem ekki bera vörugjald í dag. Þar eru mikilvægastar ýmsar mjólkurafurðir og morgunverðarkorn.

III. Mat á áhrifum.
Fyrirkomulag innheimtu vörugjalda.
    Hvað varðar breytingar á þeirri umgjörð sem nú gildir um álagningu og innheimtu almenns vörugjalds er í þessu frumvarpi lagt til að álagning gjaldsins verði öll á einni hendi með rafrænum skýrsluskilum eins og frekast er unnt. Samkvæmt gildandi lögum á álagning vörugjalda sér stað hjá tveim embættum. Tollstjóri annast álagningu gjaldsins í samræmi við tollflokkun vöru á aðflutningsskýrslu en ríkisskattstjóri annast álagningu innan lands eftir innsendum skilagreinum innlendra framleiðenda. Ríkisskattstjóri annast jafnframt skráningu á innlendum heildsölum sem heimilt er að kaupa eða flytja inn vörur án greiðslu vörugjalda og útgáfu vörugjaldsskírteina til innlendra framleiðenda. Ljóst er að álagning vörugjalds á hendi tveggja álagningaraðila getur leitt af sér misræmi á milli álagningar innan lands og í innflutningi. Jafnframt verður skortur á heildarsýn yfir alla þætti kerfisins. Því er í þessu frumvarpi lagt til að tollstjóri annist bæði álagningu vörugjalda á innflutning og innlenda framleiðslu ásamt innheimtu þeirra. Jafnframt mun tollstjóri annast skráningu gjaldskyldra aðila, útgáfu vörugjaldsskírteina og endurgreiðslu vörugjalds til innlendra framleiðenda. Með þessu fyrirkomulagi ætti að nást það markmið að fá betra samræmi og yfirsýn yfir almenna vörugjaldskerfið.

Vörugjöld á matvæli.
    Eins og áður segir er það undirliggjandi markmið frumvarpsins að vörugjöld á matvæli taki eingöngu mið af manneldissjónarmiðum og álagning vörugjalds fari eftir magni af viðbættum sykri eða sætuefnum í vöru. Lagt er til að gjaldið verði 210 kr. á hvert kíló sykurs og þar sem sætuefni eru notuð í stað sykurs, sem er einkum í gosdrykkjum, verði gjaldið miðað við að vera hið sama og ef sykur væri notaður í stað sætuefnis.
    Í frumvarpinu er jafnframt að finna breytingar á tollskrá sem leiðir af þeim breytingum á vörugjöldum sem lagðar eru til. Þær snúa einkum að því að skipta upp tollflokkum með tilliti til þess hvort vara innihaldi sykur eða sætuefni eða ekki.
    Í frumvarpinu er jafnframt að finna breytt fyrirkomulag á því hvernig innlendum framleiðendum og innflytjendum matvæla er gert mögulegt að haga skilum sínum á vörugjaldi. Hefur hvor um sig tvær leiðir til að velja um. Innlendum framleiðendum er annars vegar gert kleift að skila ekki vörugjaldi af vörum sínum heldur kaupa einfaldlega aðföng til framleiðslunnar, þ.e. sykur eða sætuefni með vörugjöldum, sem ekki fæst niðurfellt eða endurgreitt. Þannig losnar framleiðandi við skýrsluskil, sérstök tölvukerfi fyrir utanumhald og annað umstang sem skapast við skil á gjaldinu. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirkomulag nýtist mörgum innlendum framleiðendum. Nýti framleiðendur sér þessa leið greiða þeir vörugjald í samræmi við raunverulegt sykurinnihald framleiðsluvörunnar. Í frumvarpinu er hins vegar jafnframt gert ráð fyrir að framleiðendur geti nýtt sér áfram það fyrirkomulag sem er á skilum á vörugjaldi í dag ef þeir svo kjósa. Það fyrirkomulag felur í sér að framleiðandi sækir um heimild til þess að geta keypt vörugjaldsskyldar vörur án vörugjalds gegn því að vörugjaldi sé skilað af hinni endanlegu framleiðsluvöru í samræmi við tollflokkun hennar. Er þetta gert til þess að tryggja að innlendir framleiðendur lendi ekki í verri stöðu en innflytjendur vegna greiðslu vörugjalds.
    Innflytjendur hafa jafnframt tvo kosti við skil á vörugjaldi af matvælum við innflutning. Innflytjanda er þannig annars vegar gert kleift að skila vörugjaldi í samræmi við tollflokkun vörunnar og í samræmi við það gjald sem lagt er á tollskrárnúmerið. Það gjald tekur mið af áætluðu sykurinnihaldi vörunnar. Innflytjanda er hins vegar jafnframt gert mögulegt að skila vörugjaldi í samræmi við hlutfall viðbætts sykurs í vörunni geti hann framvísað innihaldslýsingu frá framleiðanda vörunnar þar sem magn viðbætts sykurs er tiltekið. Er þetta gert til að tryggja að innflytjendur lendi ekki í verri stöðu en innlendir framleiðendur vegna greiðslu vörugjalds. Er því báðum aðilum, innlendum framleiðendum og innflytjendum, gert kleift að skila vörugjaldi í samræmi við raunverulegt hlutfall viðbætts sykurs í vörunni.
    Til þess að gefa aðilum nægan fyrirvara varðandi þær breytingar sem hér eru lagðar til verður gildistaka hins nýja fyrirkomulags miðuð við 1. mars 2013. Þá verða vörugjöld felld niður af þeim matvælum sem ekki innihalda viðbættan sykur eða sætuefni og hvatt þannig til aukinnar neyslu á þeim en vörugjöld hækkuð frá því sem nú er á matvæli með viðbættum sykri og sætuefnum með það að markmiði að draga úr neyslu þeirra. Þannig er talið að neysla muni færast í átt að því sem æskilegt er talið út frá manneldissjónarmiðum.

Vörugjald á aðrar vörur en matvæli.
    Auk breytinga vörugjalda á matvæli eru í frumvarpinu lagðar til breytingar á álagningu gjalda á einstaka vöruflokka iðnaðarvara. Flestar tillögurnar ganga út á að eyða misræmi í álagningunni sem skapast hefur í gegnum árin. Breytingarnar fela m.a. annars í sér að fellt er niður vörugjald af einstökum vöruflokkum og gjald sett á aðra. Þannig er lagt til að fellt verður niður vörugjald af smærri raftækjum, varmadælum og öryggisbúnaði fyrir ökutæki. Hins vegar er lagt til að vörugjald verði sett á nuddbaðker, nuddpotta og nuddklefa. Auk þessa er að finna smærri leiðréttingar sem hafa óveruleg áhrif á skil á vörugjaldi af iðnaðarvörum.

Áhrif á verð einstakra vörutegunda.
    Þær tillögur sem hér eru gerðar færa álagningu vörugjalda úr fremur óljósu samhengi við manneldissjónarmið yfir í að vera í beinu og rökréttu samhengi við þau markmið sem að er stefnt að því er varðar hagræna hvata til að draga úr neyslu á viðbættum sykri í matvælum. Þetta hefur í för með sér mismikla hækkun vörugjalda á einstakar tegundir matvæla vegna þess hversu óbeint samband vörugjaldanna hefur verið við sykurmagnið.
    Til þess að gefa vísbendingu um það hvaða áhrif þær tillögur sem hér eru gerðar munu hafa á verðlag og neyslu er byggt á verðkönnun ASÍ frá október 2012 1 enda takmörkuð gögn fyrirliggjandi um verð á einstökum vörutegundum. Ef fyrst er horft til þeirra vörutegunda sem vörugjöld verða lækkuð á má taka Floridana-heilsusafa sem dæmi. Í verðkönnun ASÍ kom fram að verð á einum lítra er á bilinu 222 kr. til 469 kr. Ef miðað er við lægsta verðið einvörðungu og ekki miðað við að nein álagning fylgi vörugjaldinu er hlutur þess í verðinu nú 7,7% af verði án virðisaukaskatts og ef vörugjaldið verður fellt niður mun verð lækka um tæp 8%. Samkvæmt greiningu ráðuneytisins á verðteygni þessarar vöru gæti neysla aukist um 5–6%. Meðalverð er væntanlega töluvert hærra en lægsta verðið þótt hæsta verðið sé tæpast dæmigert. Tekjur ríkissjóðs af hverjum lítra af seldum safa eða öðrum vörum sem 16 kr. vörugjaldið yrði fellt niður af (miðað við framangreinda verðteygnigreiningu) munu minnka úr rúmum 30 kr. í rúmar 13 kr. Þarna er átt við bæði tekjur af vörugjaldi og virðisaukaskatti.
    Gosdrykkir munu hækka í verði. Þeir bera nú vörugjald sem nemur 16 kr. á lítra. Sé miðað við að sykurinnihald sé 10% jafngildir það 160 kr. gjaldi á hvert kíló af sykri sem bætt er í við framleiðsluna. Eini sykraði gosdrykkurinn í vörukörfu ASÍ er Fanta í hálfs lítra flösku. Lægsta verð er 108 kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að vörugjaldið verði 210 kr. á hvert kíló af sykri og því yrðu afleiðingarnar þær, með sömu forsendum og að framan að verðhækkunin yrði 2,5% sem gæti þýtt samdrátt í neyslu um 1,6%.
    Tekjurnar af hverjum lítra af seldum gosdrykkjum munu aukast úr 29 kr. í 34,5 kr. Hér er reiknað með lægsta verði. Ef vara er seld á hærra verði en það verða hlutfallsbreytingar á verðlagi minni, hlutur ríkissjóðs af virðisaukaskattstekjum meiri og af vörugjaldi minni. Jafnframt munu breytingar á vörugjaldi leiða til minni hlutfallslegra verðbreytinga í heild, bæði til hækkunar og lækkunar, og þar af leiðandi minni heildaráhrifa til breytinga á neyslu.
    Mjólkurvörur með viðbættum sykri munu bera vörugjöld í hlutfalli við sykurinnihald. Í verðkönnun ASÍ frá október 2012 er verð á 170 g einingu af ABT-mjólk með jarðarberjum og múslí frá 118 til 219 kr. Viðbættur sykur í þessari vöru er 9,0% samkvæmt næringarefnatöflum. Miðað við að vörugjald á hvert kíló sykurs verði 210 kr. verður vörugjald á 170 g einingu 3,20 kr. Lægsta verð gæti við það hækkað úr 118 í 121 kr. eða um 2,9%. Rannsóknir á verðteygni eftirspurnar eftir mjólkurvörum 2 benda til að hún geti verið -0,65 sem bendir til að eftirspurn eftir þessari vöru gæti dregist saman um 1,9%. Þarna er miðað við lægsta verð en eins og í fleiri dæmum er verð á matvöru afar mismunandi og ljóst að vörugjaldshækkunin ein og sér er einungis brot af mismun á milli hæsta og lægsta verðs. Annað dæmi er karamelluskyr en verð á 200 g einingu af því er á milli 149 kr. og 229 kr. í verðkönnun ASÍ. Miðað við lægsta verð og að viðbættur sykur sé 7% mun 210 kr. vörugjald á hvert kíló af sykri nema 2,9 kr. og leiða til þess að verð hækkar um 2,1% sem aftur leiðir til þess að neysla dregst saman um 1,4%. Í nýjustu könnun ASÍ á verði á bökunarvörum 3 er kílóverð á sykri nálægt 250 kr. með virðisaukaskatti. Það mun hækka um nær 2/3 þegar frumvarp þetta tekur gildi.

Áhrif á neytendur, framleiðendur og innflytjendur.
    Sá hluti frumvarpsins sem snýr að matvælum byggist á því markmiði að beina vörugjöldum í þann farveg að þau leggist eingöngu á sykur og sætuefni. Jafnframt er í frumvarpinu að finna breytingar sem miða að því að afnema vörugjald af vörum sem ekki innihalda sykur eða sætuefni. Neytendur matvæla sem innihalda sykur og sætuefni munu því finna fyrir því að þessar vörur munu hækka í verði. Jafnframt munu neytendur þó finna fyrir því að þær vörur sem áður báru vörugjöld en gera það ekki eftir gildistöku frumvarpsins, svo sem kolsýrt vatn og hreinir ávaxtasafar, munu lækka í verði. Í frumvarpinu er jafnframt að finna breytingar á vörugjöldum á einstakar iðnaðarvörur. Þeim breytingum er fyrst og fremst ætlað að skapa samræmi í álagningu gjaldanna.
    Frumvarpið snertir fyrst og fremst framleiðendur og innflytjendur þeirra vara sem álagning vörugjalda beinist að með þeim hætti að fyrirkomulag við innheimtu á gjaldinu breytist. Innlendir framleiðendur verða annaðhvort í betri stöðu en áður og losna við reglubyrði vegna gjaldsins eða þeir verða í sömu stöðu og áður. Innflytjendur verða í sömu stöðu og áður kjósi þeir að greiða vörugjald samkvæmt tollflokkum en kjósi þeir að tilgreina magn viðbætts sykurs eða sætuefna þurfa þeir að uppfæra tölvukerfi og aukin vinna gæti orðið við gerð tollskýrslna miðað við núgildandi kerfi.

IV. Heildaráhrif frumvarpsins.
    Sú breyting mun verða þegar frumvarpið hefur tekið gildi að allur viðbættur sykur mun bera vörugjald, hvort sem varan er flutt inn eða framleidd hér á landi. Rúm 11.000 tonn af sykri í ýmsum myndum eru flutt til landsins á hverju ári til manneldis en útfluttar vörur sem innihalda sykur eru einungis lítið brot af því magni. Stærsti einstaki vöruflokkur sykurs er strásykur í stærri en 5 kílóa umbúðum sem fer væntanlega til umpökkunar í einhverju magni en þó aðallega til matvælaframleiðslu, einkum í sykraða gosdrykki. Til viðbótar við sykur sem fluttur er inn beint er umtalsvert magn af viðbættum sykri í annarri matvöru sem flutt er til landsins. Samkvæmt grófum útreikningi ráðuneytisins gæti magnið verið um það bil 4.500 tonn af sykri á ári.
    Samtals gæti sykurneysla landsmanna því numið yfir 15.000 tonnum á ári og skiptist þannig að ríflega þriðjungur neyslunnar er í gosdrykkjum og fimmtungur í sælgæti og beinni sykurneyslu. Annar fimmtungur neyslunnar er sykur sem er að finna í kökum og kexi en 9% eru í mjólkurvörum og ís.
    Sú breyting vörugjalda sem hér er lögð til mun leiða til tekjutaps ríkissjóðs vegna niðurfellingar á vörugjöldum á þeim vörum sem það á við ásamt virðisaukaskatti af vörugjaldinu. Á móti vegur aukin neysla þessara vara. Nettóáhrifin eru metin sem tekjutap sem nemur 300 m.kr. á ári vegna þeirra vöruflokka sem vörugjöld verða felld niður af. Á hinn bóginn aukast tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum þar sem þau hækka. Á móti vegur að neyslan mun dragast saman en ríkissjóður fær tekjur af virðisauka af hækkuðu vörugjaldi. Samtals eru tekjur af vörugjöldum á matvæli metnar 3.200 m.kr. að teknu tilliti til breytinga á neyslu vegna verðbreytinga en 3.400 m.kr. ef virðisaukaskattstekjur eru taldar með. Niðurstaðan er sú að á ársgrundvelli eru auknar tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum á matvæli um 800 m.kr.
    Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir þær breytingar sem frumvarpið mun hafa í för með sér í stórum dráttum.

Yfirlit yfir álagningu vörugjalda á matvæli, m.kr.
2011 2013
Drykkjarvörur og ís sem bera vörugjald og munu gera það áfram 894,3 1.173,7
Drykkjarvörur sem munu ekki bera vörugjald 240,0 0,0
Önnur matvæli sem bera vörugjöld og munu gera það eftir sykurinnihaldi 1.169,2 1.763,2
Matvæli sem ekki bera vörugjöld nú en munu gera það 0,0 200,0
Samtals 2.303,5 3.136,9

Áhrif af breytingum á vörugjöldum á aðrar vörur en matvæli
    Tillögur í frumvarpi þessu um breytingar á álagningu vörugjalds á einstökum vöruflokkum öðrum en matvælum fela í sér að fellt verður niður vörugjald af smærri raftækjum, varmadælum og öryggisbúnaði fyrir ökutæki. Jafnframt er í frumvarpinu gert ráð fyrir að vörugjald verði sett á nuddbaðker, nuddpotta og nuddklefa. Í því er jafnframt að finna aðrar smærri leiðréttingar sem ekki hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs fyrir utan að lagt er til að vörugjald verði sett á hreinlætisbúnað fyrir baðherbergi sem gerður er úr viði. Í meðfylgjandi töflu má sjá samantekt yfir áætluð tekjuáhrif af hverri tillögu fyrir sig.

Áhrif frumvarpsins á tekjur ríkissjóðs af vörum öðrum en matvælum, m.kr.
Smærri raftæki -17
Varmadælur -1
Nuddbaðker og nuddpottar 13
Öryggisbúnaður ökutækja -5
Smærri leiðréttingar 0
Samtals -10

    Samþykkt frumvarpsins mun hafa þau áhrif að innlendir framleiðendur nuddbaðkera og nuddpotta þyrftu að skila vörugjaldi af þeirri framleiðslu. Það hafa þeir ekki þurft að gera til þessa.

Áhrif á starfsemi þeirra stofnana sem innheimta vörugjöld.
    Færsla á álagningu vörugjalds yfir til tollstjóra mun hafa áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar. Gert er ráð fyrir að bæta þurfi við stöðugildi og hækka þarf því fjárheimildir stofnunarinnar í samræmi við það. Á móti kemur að kostnaður ríkisskattstjóra af innheimtunni fellur niður. Ekki er gert ráð fyrir að færsla á verkefninu yfir til tollstjóra hafi mikil áhrif á starfsemi þeirra fyrirtækja sem versla með vörugjaldsskyldar vörur. Vörugjaldsskírteini og sérstakar skráningar heildsala halda gildi á gildistíma sínum þó svo að endurnýjun þeirra og útgáfa færist til annars stjórnvalds.

Áhrif á kaupmátt og verðlag.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 800 m.kr. á ársgrundvelli. Sumar vörur munu hækka í verði en aðrar lækka. Erfitt er að áætla hver heildaráhrifin verða á vísitölu neysluverðs og hvenær þau koma fram. Ef tekjuöflunaráform þau sem frumvarpinu er ætlað að ná fram ganga eftir eru þau um 0,1% af ráðstöfunartekjum heimilanna og sambærileg hækkun verður á vísitölu neysluverðs.

V. Samráð.
    Frumvarpið snertir fyrst og fremst framleiðendur og innflytjendur þeirra vara sem álagning vörugjalda beinist að annars vegar og hinn almenna neytanda hins vegar. Að því er stjórnendur innlendra framleiðslufyrirtækja á matvælum varðar er frumvarpinu ætlað að leiða til einfaldari stjórnsýslu og minni reglubyrði en með núgildandi lögum. Að því er innflytjendur varðar gætu ákvæði frumvarpsins leitt til meiri gagnaöflunar við tollafgreiðslu en er í dag. Að því er vörur aðrar en matvæli varðar getur verðlagning orðið rökréttari en nú er og ekki koma lengur upp tilvik þar sem mjög eðlislíkar vörur bera mismunandi vörugjöld með þeirri afleiðingu að verðlagning verður óeðlilega misjöfn. Að því er matvælin varðar mun hluti matvæla ekki bera nein vörugjöld nú og í þeim tilvikum þar sem þau verða lögð á verður álagningin rökrétt og fyrirsjáanleg. Haft var samráð við innflytjendur og framleiðendur innlendrar vöru við samningu frumvarpsins og leitað upplýsinga hjá fulltrúa landlæknisembættisins í starfshópi I um hvernig æskilegt væri að ná fram manneldissjónarmiðum með skattlagningu matvæla. Þrátt fyrir það að fulltrúar framleiðenda, innflytjenda og neytenda hafi ekki verið sáttir við áform fjármála- og efnahagsráðuneytisins um tekjuöflun með vörugjöldum telur ráðuneytið að sátt hafi skapast um að flytja álagningu vörugjalda til tollstjóra. Til þess að auðvelda þessum aðilum að undirbúa verkferla og tölvukerfi gerir frumvarpið ráð fyrir að lögin taki gildi 1. mars 2013 en ekki um áramót eins og venja er með tekjuöflunaraðgerðir ríkisins.
    Samráð hefur ekki átt sér stað við önnur ráðuneyti en nokkur samskipti hafa verið á milli ráðuneytisins og starfsmanna tollstjóra og ríkisskattstjóra í aðdraganda að framlagningu frumvarps.

VI. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gerir þær kröfur til stjórnvalda að tryggt sé að vörur sé skattlagðar á sama hátt óháð því hver uppruni þeirra er innan svæðisins. Með því að tryggja að allur innflutningur sé skattlagður á sama hátt og innlend framleiðsla líkt og gert er í frumvarpinu er tryggt að þessu skilyrði er fullnægt. Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að það stangist á við stjórnarskrá.


Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.

    Í greininni er kveðið á um það val sem innflytjandi matvæla stendur frammi fyrir við skil á vörugjaldi. Annars vegar er honum gert kleift að skila því vörugjaldi sem lagt er á það tollskrárnúmer sem vara flokkast undir. Innflytjandi mundi þá tilgreina á tollskýrslu magn og tollskrárnúmer og gjald yrði þá lagt á í samræmi við það gjald sem varan ber samkvæmt A- eða B-lið viðauka I við lögin.
    Til þess að gera innflytjanda kleift að skila vörugjaldi í samræmi við raunverulegt innihald vörunnar af viðbættum sykri, í stað áætlaðs, er honum jafnframt gert kleift að skila innihaldslýsingu frá framleiðenda vörunnar þar sem magn viðbætts sykurs er tiltekið og skila vörugjaldi í samræmi við það hlutfall. Innflytjandi mundi þá m.a. tilgreina á tollskýrslu tollskrárnúmer vörunnar, magn og hlutfall viðbætts sykurs í vörunni. Gjaldið yrði þá reiknað út sem hlutfall af 210 kr. á hvert kíló af vörunni. Þar sem hlutfallslega er mun minna af sætuefnum en sykri í vörum sem innihalda sætuefni í stað sykurs er nauðsynlegt að hafa sérstaka reglu um sætuefni í þeim tilvikum þar sem innflytjandi kýs að tilgreina magn viðbættra sætuefna í stað þess að greiða gjald samkvæmt áætluðu innihaldi. Í ákvæðinu er því kveðið á um að gjald fyrir hvert gramm af viðbættum sætuefnum í vöru nemi 410 kr. Sætuefni geta almennt verið frá 180 til 350 sinnum sætari en erfitt er að kveða á um það með nákvæmum hætti. Er gjaldið því miðað við að sætuefni séu 200 sinnum sætari en sykur.

Um 2., 4. og 5. gr.

    Í 2., 4. og 5. gr. frumvarpsins er lagt til að orðinu „ríkisskattstjóri“ verði skipt út fyrir orðið „tollstjóri“. Breytingin hefur þau áhrif að öll þau hlutverk sem ríkisskattstjóra er falið að annast vegna vörugjalda færast yfir til tollstjóra. Ekki er gert ráð fyrir að þessi breyting ein og sér hafi áhrif á vörugjaldsskírteini sem útgefin eru skv. 10. gr. laganna eða sérstakar skráningar heildsala skv. 5. gr. laganna. Skráningar og skírteini halda því gildi sínu en utanumhald mun færast til tollstjóra.
    Í 5. gr. er jafnframt kveðið á um það að 3. mgr. greinarinnar falli brott en hún fjallar um kæruleið til yfirskattanefndar vegna úrskurða ríkisskattstjóra. Í stað kæruleiðar til yfirskattanefndar mundi eftir standa kæruleið til ríkistollanefndar vegna úrskurða tollstjóra.


Um 3. gr.

    Í greininni er að finna ákvæði sem varða fyrirkomulag á innheimtu vörugjalda af matvælum í innlendri framleiðslu.
    Í 1. mgr. er lagt til að innlendir framleiðendur matvæla verði undanþegnir þeirri skyldu að skila vörugjaldi af framleiðslu sinni samkvæmt ákvæðum laganna. Þetta er þó háð því að framleiðandi hafi ekki heimild til kaupa á hráefni til framleiðslunnar án greiðslu vörugjalda. Þannig er innlendum framleiðendum gert kleift að haga skilum á vörugjaldi í gegnum innkaup sín á hráefni til framleiðslunnar. Þar sem sykur er ekki framleiddur innan lands mundi eftirlit með því að innlend framleiðsluvara beri vörugjald fara fram við tollafgreiðslu á sykri og vörum sem innihalda sykur.
    Í 2. mgr. er kveðið á um það að heimild til kaupa á hráefni til framleiðslu verði ekki gefin út til aðila nema hann hafi verið skráður sem vörugjaldsskyldur aðili.
    Í 3. mgr. er kveðið á um það að innlendir framleiðendur sykurs hafi þó ekki möguleika til að skila vörugjaldi með því að greiða það eingöngu af hráefnum til framleiðslunnar. Með því er tryggt að vörugjaldi yrði skilað af innlendri framleiðslu á sykri ef sú framleiðslu yrði stunduð hér á landi.

Um 6. gr.

    Í greininni er tekinn af allur vafi um það að tollstjóri hafi sömu heimildir og ríkisskattstjóri hefur í dag til eftirlits með skilum á vörugjaldi. Er því í greininni vísað til 38. gr. virðisaukaskattslaga og þeirra heimilda sem skattyfirvöldum eru látnar þar í té. Í 38. gr. virðisaukaskattslaga er m.a. fjallað um skyldu aðila, skattskyldra og óskattskyldra, til að afhenda skattyfirvöldum upplýsingar sem þau óska eftir og um aðgang skattyfirvalda að bókhaldsgögnum skattskyldra aðila.

Um 7. gr.

    Í greininni er í fimm stafliðum kveðið á um þær breytingar sem verða á viðauka I við lögin.
    Í a-lið greinarinnar er A-lið viðaukans breytt þannig að talin eru upp þau tollskrárnúmer sem innihalda vörur með viðbættum sykri eða sætuefnum og bera gjaldið eftir þyngd. Það gjald sem hvert tollskrárnúmer ber er byggt á áætluðu magni af viðbættum sykri og gildir þá einu hvort um er að ræða sykur eða sætuefni. Áætlað hlutfall viðbætts sykurs er svo margfaldað með gjaldi á hreinan sykur sem ákvarðað er 210 kr./kg. Vara með 10% af viðbættum sykri ber því 21 kr. gjald á hvert kíló.
    Í viðaukanum er leitast við að tilgreina öll þau tollskrárnúmer sem innihalda vörur með viðbættum sykri eða sætuefnum nema sykur og sætuefni sé þar að finna í mjög litlum mæli. Þær vörur sem um ræðir eru mjólkurvörur, þ.m.t. skyr og mysa, hunang og síróp, sykur í hinum ýmsu tegundum, sætindi og sælgæti, súkkulaði, ýmis duft til drykkjarvöru eða matvælaframleiðslu, kökur, kex og konditorstykki, morgunverðarkorn, súpur og grautar og jurta- og rjómaís.
    Í b-lið greinarinnar er B-lið viðaukans breytt þannig að talin eru upp þau tollskrárnúmer sem innihalda vörur með viðbættum sykri eða sætuefnum og bera gjald á hvern lítra af vörunni. Gjaldið er svo reiknað út með sama hætti og gjald á þær vörur sem bera gjald eftir þyngd. Í viðaukanum er að finna gosdrykki, drykkjarvörur úr sojabaunum, hrísgrjónum og möndlum, malt og aðra sykraða drykki.
    Í c-lið greinarinnar er lagt til að tollskrárnúmerin 4421.9021, 9019.1011 og 9019.1012 bætist við C-lið viðaukans og beri því 15% vörugjald. Undir tollskrárnúmerið 4421.9021 fellur hreinlætisbúnaður úr viði fyrir baðherbergi en sami búnaður sem gerður eru úr öðrum efnum, þ.m.t. plasti ber í öllum tilvikum vörugjald. Undir tollskrárnúmerin 9019.1011 og 9019.1012 falla nuddbaðker, nuddklefar og nuddpottar. Plastbaðker án nudds falla undir tollskrárnúmerið 3922.1000 og stálbaðker án nudds falla undir tollskrárnúmerið 7324.2100. Heitur pottur sem er án nudds fellur undir tollskrárnúmerið 3922.9009. Öll þessi tollskrárnúmer bera 15% vörugjald.
    Í d-lið greinarinnar er lagt til að tollskrárnúmerin 7009.1000, 7014.0001 og 8708.9500 falli brott úr C-lið viðaukans og vörugjald verði því fellt niður af þeim vörum sem undir tollskrárnúmerin falla. Baksýnisspeglar í ökutæki falla í tollskrárnúmerið 7009.1000 og glitaugu til ökutækja falla í tollskrárnúmerið 7014.0001. Loftpúðar til ökutækja falla undir tollskrárnúmerið 8708.9500. Annar öryggisbúnaður í ökutæki eins og öryggisbelti bera hins vegar ekki vörugjald. Því er lagt til að vörugjald verði fellt niður af umræddum númerum.
    Í e-lið greinarinnar er lagt til að tollskrárnúmerin 8418.6101 og 8516.7909 verði felld brott úr viðaukanum og vörugjald þar með fellt niður af númerunum. Undir tollskrárnúmerið 8516. 7909 falla ýmis smærri raftæki, svo sem samlokugrill, vöfflujárn, eggjasuðutæki, pelahitarar og hraðsuðukatlar. Undir tollskrárnúmerið 8418.6101 falla varmadælur til húshitunar. Lagt er til að vörugjald verði fellt niður af smærri raftækjum sem falla undir númerið með tilvísun til þess að önnur smærri raftæki eru án vörugjalda og hefur álagning vörugjalds á vörur í tollskrárnúmerinu 8516.7909 því skapað nokkurt misræmi í álagningu á annars sambærilegar vörur. Lagt er til að vörugjald verði fellt niður af varmadælum til heimilisnota, bæði með tilvísun til samræmingarsjónarmiða vegna annarra varmadælna og með tilvísun til umhverfissjónarmiða.

Um 8. gr.

    Í greininni er að finna afleiddar breytingar á tollskrá, þ.e. viðauka I við tollalög nr. 88/2005, vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til á vörugjöldum. Í flestum tilvikum er um að ræða að tollskrárnúmerum er skipt upp og lýsingu þeirra breytt þannig að númerin innihaldi annaðhvort vöru með sykri eða sætuefnum eða vöru án sykurs eða sætuefna. Sem dæmi um þetta má taka tollskrárnúmerið 0406.1001 sem inniheldur einfaldlega skyr. Það númer er fellt niður en í staðinn koma tvö ný númer, 0406.1011 sem inniheldur skyr með viðbættum sykri eða sætuefni og 0406.1019 sem inniheldur annað skyr. Í mörgum tilvikum þarf að breyta röðun aðliggjandi tollskrárnúmera til þess að skapa pláss fyrir ný tollskrárnúmer. Eru auk þessa lagðar til breytingar á tollflokkun sætuefna þannig að sætuefnin Aspartame, Asesulfam K og Stevia flokkist í sérstök tollskrárnúmer. Þannig myndi Aspartame falla í 2924.2960, Asesulfam K falla í 2934.9200 og Stevia í tollskrárnúmerið 2938.2000.
    Aðrar breytingar sem lúta ekki að því að skipta upp tollskrárnúmerum eftir því hvort þau innihaldi vörur með viðbættum sykri eða sætuefnum eða ekki eru þessar: Lagt er til breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi á tollflokkun morgunverðarkorns. Lagt er til að tollskrárnúmerin 1806.2007, 1806.9027, og 1904.1002 falli brott en þau númer innihalda öll morgunverðarkorn. Í stað þessara númera koma tvö ný númer í 19. kafla tollskrár þar sem fellur annars vegar morgunverðarkorn sem inniheldur minna en 10% af viðbættum sykri og hins vegar morgunkorn sem inniheldur 10% af viðbættum sykri eða meira.
    Lagt til að tollskrárnúmerið 4016.9922 falli brott úr tollskrá. Lítill sem enginn innflutningur var í þessu númeri á árinu 2011 enda er óljóst hver mörkin eru á milli þess tollskrárnúmers og tollskrárnúmersins 4016.9100 sem inniheldur gólfábreiður og mottur. Er því lagt til að tollskrárnúmerið 4016.9922 verði fellt úr tollskrá.

Um 9. gr.

    Lagt er til að frumvarpið taki gildi 1. mars 2013. Er þetta gert til að skapa aukið svigrúm hjá innlendum framleiðendum, innflytjendum og tollstjóra til að aðlaga tölvukerfi og aðra framkvæmd að nýju fyrirkomulagi.



Fylgiskjal.


Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald, nr. 97/1987, og tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

    Meginmarkmið frumvarpsins er að dreifa gjöldum í auknum mæli í samræmi við manneldissjónarmið, samræma betur álagningu gjaldsins og að mæta tekjumarkmiðum fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013. Meginefni frumvarpsins er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er álagningu vörugjalda, sem nú fer fram hjá tollstjóra þegar vörur eru fluttar inn en hjá ríkisskattstjóra þegar um er að ræða innlenda framleiðslu, komið fyrir hjá einu embætti, tollstjóra. Í öðru lagi er komið rökréttari reglu á skipan tollskrár að því er varðar ýmsa vöruflokka, einkum raftæki, þannig að vörur til sambærilegra nota beri sams konar vörugjöld. Í þriðja lagi er álagning vörugjalda á matvæli þannig að hún er í réttu hlutfalli við viðbættan sykur eða ígildi hans í sætuefnum. Gjaldinu er þannig beint með rökréttari hætti að því efni sem æskilegt er að takmarka neyslu á. Sykraðar mjólkurvörur og morgunkorn munu bera vörugjald í hlutfalli við sykurinnihald en það hafa þær ekki gert hingað til. Vörur sem ekki innihalda viðbættan sykur, svo sem hreinir ávaxtasafar og bragðbætt vatn án sykurs munu ekki bera vörugjald en það er lagt á þessar vörur nú.
    Í ljósi þess hversu umfangsmiklar breytingar er að finna í frumvarpinu er lagt til að þessar lagabreytingar taki ekki gildi fyrr en 1. mars á næsta ári til að gefa aðilum nægan tíma til að undirbúa ýmis tæknileg atriði þannig að framkvæmdin megi heppnast sem best. Það á jafnt við um innflytjendur, innlenda framleiðendur og embætti tollstjóra en ljóst er að verði frumvarpið að lögum munu breytingar í samræmi við það hafa ákveðinn kostnað í för með sér fyrir þessa aðila, ekki síst varðandi breytingar á tölvukerfum og skýrslugjöf. Að mati tollstjóra kallar þessi breyting á 3 ársverk til viðbótar við núverandi mannafla, auk stofnkostnaðar við breytingar á tölvukerfum.
    Gert er ráð fyrir að frumvarpið afli ríkissjóði 800 m.kr. tekna umfram það sem vörugjöld gera nú og er það í samræmi við tekjuöflunaráform sem kynnt hafa verið í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Jafnframt er talið að kostnaður við breytingar á tölvukerfum nemi 10. m.kr., sem er einskiptiskostnaður, og kostnaður við aukin mannafla nemi 25 m.kr. á ári. Nettóáhrif á afkomu ríkissjóðs eru því auknar tekjur sem nemur 775 m.kr. á ári.
Neðanmálsgrein: 1
    1 www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-200/271_read-3397/
Neðanmálsgrein: 2
    2 Tatiana Andreyeva, PhD, Michael W. Long, MPH, and Kelly D. Brownell, PhD: The Impact of Food Prices on Consumption: A Systematic Review of Research on the Price Elasticity of Demand for Food í American Journal of Public Health , Febrúar 2010, Vol 100, Nr. 2.
Neðanmálsgrein: 3
    3 www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-200/271_read-3475/