Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 306. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 627  —  306. mál.




Svar



atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Arnbjargar Sveinsdóttur
um stuðning við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu háum fjárhæðum hefur verið varið til stuðnings frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi á árunum 2010 og 2011?
     2.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um stuðning við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf fyrir árin 2012 og 2013?
     3.      Hvernig skiptist þessi stuðningur eftir landshlutum?
     4.      Hvernig skiptist þessi stuðningur eftir atvinnugreinum?
     5.      Hversu mikill hluti þessa stuðnings beinist að konum og fyrirtækjum þeirra?


    Svar þetta byggist á úthlutunum fjár til stuðnings frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi úr sjóðum sem heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auk styrkja frá ráðuneytinu. Um er að ræða úthlutanir samkvæmt vaxtarsamningum og úr Tækniþróunarsjóði, framlög til fyrirtækja sem stunda rannsóknir og þróun samkvæmt lögum nr. 152/2009, úthlutanir úr AVS – rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Framleiðnisjóði landbúnaðarins, og framlög frá Byggðastofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálastofu og ráðuneytinu. Stjórnvöld styðja einnig rannsóknar- og þróunarstarf sem síðar getur leitt til nýsköpunar eins og á t.d. við um Rannsóknasjóð. Sá stuðningur er ekki talinn með hér. Ekki er heldur talinn með stuðningur og ráðgjöf sem veitt er frumkvöðlum og fyrirtækjum sem stunda nýsköpun, eins og á við um ráðgjafarþjónustu Impru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eftirfarandi eru svör við framangreindum fimm spurningum:
     1.      Í töflu 1 sést að árið 2010 var samtals varið 2.356.691 þús. kr. og árið 2011 var samtals varið 2.668.803 þús. kr. til frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs.
     2.      Í töflu 2 er reynt að áætla fjárhæðir fyrir árin 2012 og 2013 á sama formi og í töflu 1. Áætlunin er í eðli sínu ónákvæm en gefur engu að síður vísbendingar um nokkra hækkun á milli ára. Athuga ber að þar sem úthlutun er ekki lokið er ekki hægt að skipta fjárhæðum eftir landsvæðum.
     3.      Skipting fjármagns eftir landshlutum sem úthlutað var á árunum 2010 og 2011 er sýnt í töflu 1.
     4.      Skipting fjármagns eftir atvinnugreinum er sýnd í töflu 3. Þar er atvinnugreinum skipt í tíu flokka og fylgt skiptingu viðkomandi sjóða.
     5.      Skipting fjármagns eftir kyni verkefnisstjóra eða framkvæmdastjóra er sýnd í töflu 4. Upplýsingar vantar um þessa skiptingu í endurgreiðslum til fyrirtækja sem stunda rannsóknir og þróun, sbr. lög nr. 152/2009, og styrkjum sem veittir eru af Ferðamálastofu. Þar sem vægi einstakra liða er mismikið er meðaltal ekki reiknað.


Tafla 1: Yfirlit um fjármagn til einstakra svæða 2010 og 2011, sundurliðað eftir útgjaldaflokkum.

Höfuðborgarsvæði Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Eyjafjörður Norðurl. eystra Austurland Suðurland Suðurnes Óskilgr. á landsvæði Samtals þús.kr.
Vaxtarsamningar 2010 0 16.820 17.335 28.300 16.700 24.760 25.850 31.180 25.300 0 186.245
2011 0 32.447 36.714 0 0 0 25.900 27.950 22.100 0 145.111
Tækniþróunarsjóður 2010 641.000 0 17.000 34.000 2.000 18.000 22.000 0 734.000
2011 670.000 5.000 13.000 41.000 8.000 39.000 21.000 0 797.000
Endurgreiðsla skv. l. nr. 152/2009 2010 577.000 46.000 623.000
2011 742.000 92.000 834.000
AVS – rannsóknasjóður í sjávarútvegi 2010 197.000 10.000 20.300 13.400 18.100 7.750 30.150 33.500 0 330.200
2011 202.800 25.500 36.000 27.200 22.200 8.900 28.400 41.100 0 392.100
Framleiðnisjóður 2010 0 18.600 0 8.700 18.700 8.800 31.400 0 16.600 102.800
2011 0 10.800 2.000 7.000 5.900 10.900 30.700 1.500 4.500 73.300
Byggðastofnun 2010 0 0 0 2.000 2.000 0 0 2.000 2.000 0 8.000
2011 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Nýsköpunarmiðstöð 2010 127.215 11.400 4.550 15.656 6.800 14.425 11.550 9.150 4.900 0 205.646
2011 124.940 6.900 39.600 27.572 21.725 14.480 13.725 7.600 15.450 0 271.992
Ferðamálastofa 2010 2.200 8.300 6.800 9.300 3.400 18.000 0 0 48.000
2011 1.000 800 9.300 3.500 900 13.900 0 3.700 33.100
Iðnaðarráðuneyti, styrkir, fjárlagan. 2010 0 2.600 1.000 10.000 7.500 0 2.900 0 24.000
2011 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðun. 2010 5.100 28.200 0 53.500 0 1.500 0 0 0 6.500 94.800
2011 5.000 27.200 21.000 52.500 0 0 0 0 0 16.500 122.200
SAMTALS 2010 1.549.515 95.920 66.985 277.841 66.850 139.880 90.600 69.100 2.356.691
2011 1.745.740 108.647 157.614 223.077 68.325 147.550 101.150 116.700 2.668.803


Tafla 2: Áætlaður stuðningur við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf 2012 og 2013.

Höfuðborgarsvæði Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Eyjafjörður Norðurl. eystra Austurland Suðurland Suðurnes Óskilgr. á landsvæði Samtals þús.kr.
Vaxtarsamningar 2012 25.000 27.000 30.000 37.500 25.000 20.000 35.000 27.000 0 226.500
2013 25.000 27.000 30.000 37.500 25.000 20.000 35.000 27.000 0 226.500
Tækniþróunarsjóður 2012 725.000 725.000
2013 1.265.000 1.265.000
Endurgreiðsla skv. l. nr. 152/2009 2012 1.100.000 1.100.000
2013 1.100.000 1.100.000
AVS – rannsóknasjóður í sjávarútvegi 2012 334.050 334.050
2013 272.300 272.300
Framleiðnisjóður 2012 100.000 100.000
2013 70.000 70.000
Byggðastofnun 2012 0 0
2013 0 0
Nýsköpunarmiðstöð 2012 79.126 79.126
2013 0 0
Ferðamálastofa / Framkvsj. ferðamannastaða 2012 100.000 100.000
2013 105.400 105.400
Iðnaðarráðuneyti, styrkir, fjárlagan. 2012 0 0
2013 0 0
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðun. 2012 113.000 113.000
2013 0 0
SAMTALS 2012 0 25.000 27.000 92.500 20.000 35.000 27.000 2.551.176 2.777.676
2013 0 25.000 27.000 92.500 20.000 35.000 27.000 2.812.700 3.039.200


Tafla 3: Skipting fjármagns eftir atvinnugreinum 2010 og 2011.

Iðnaður / tækni / framl. Sjávarútvegur Orkumál Ferðamál / menning Þekkingast. / þróun Erfðaiðnaður / líftækni Handverk / hönnun / skapandi gr. Landbún. / bújarðir Matvæli Upplýsinga- tækni Samtals
þús. kr.
Vaxtarsamningar 2010 25.723 14.410 0 54.968 41.243 3.500 2.300 7.500 36.601 0 186.245
2011 29.975 12.239 0 48.128 31.136 0 1.800 0 21.833 0 145.111
Tækniþróunarsjóður 2010 139.000 0 77.000 15.000 156.000 30.000 104.000 213.000 734.000
2011 147.000 0 72.000 25.000 140.000 32.000 127.000 254.000 797.000
Endurgreiðsla skv. l. nr. 152/2009 2010 0 0 0
2011 0 0 0
AVS – rannsóknasjóður í sjávarútvegi 2010 0 330.200 330.200
2011 0 367.100 25.000 392.100
Framleiðnisjóður 2010 0 0 102.800 102.800
2011 0 0 73.300 73.300
Byggðastofnun 2010 8.000 0 0 8.000
2011 0 0 0 0
Nýsköpunarmiðstöð 2010 25.700 14.350 3.500 74.772 800 15.313 42.986 950 15.175 12.100 205.646
2011 62.650 33.500 11.600 36.480 8.340 37.900 40.322 1.100 20.900 19.200 271.992
Ferðamálastofa 2010 0 0 0 48.000 48.000
2011 0 0 0 33.100 33.100
Iðnaðarráðuneyti, styrkir, fjárlagan. 2010 7.000 0 5.900 6.600 2.500 2.000 24.000
2011 0 0 0 0
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðun. 2010 0 28.200 0 53.500 11.100 2.000 94.800
2011 0 46.700 0 1.000 50.500 18.000 6.000 122.200
SAMTALS 2010 205.423 387.160 86.400 199.340 42.043 228.313 77.786 122.350 159.776 225.100 1.733.691
2011 239.625 459.539 83.600 167.708 40.476 228.400 74.122 92.400 175.733 273.200 1.834.803

Tafla 4: Skipting fjármagns eftir kyni verkefnisstjóra
eða framkvæmdastjóra.


Hlutfall karla Hlutfall kvenna
Vaxtarsamningar 2010 65% 35%
2011
Tækniþróunarsjóður 2010 69% 31%
2011
Endurgreiðsla skv. l. nr. 152/2009 2010 Upplýsingar ekki til
2011
AVS- rannsóknasjóður í sjávarútvegi 2010 76,40% 23,60%
2011
Framleiðnisjóður 2010 50% 50%
2011
Byggðastofnun 2010 100%
2011
Nýsköpunarmiðstöð 2010 56,38% 43,62%
2011
Ferðamálastofa 2010 Upplýsingar ekki til
2011
Iðnaðarráðuneyti, styrkir, fjárlaganefnd 2010 90% 10%
2011
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 2010 63% 37%
2011