Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 517. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 722  —  517. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um hleranir frá ársbyrjun 2008.

Frá Bjarna Benediktssyni.


     1.      Hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2008, flokkað eftir mánuðum?
     2.      Hversu oft á framangreindu tímabili hefur heimild verið veitt til símahlustunar á grundvelli laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, sundurgreint eftir dómstólum og lagaákvæðum sem vísað var til við rökstuðning beiðni?
     3.      Hversu oft hefur verið synjað um heimild til hlerunar, sundurgreint eftir dómstólum og ástæðum synjunar ef þær liggja fyrir?
     4.      Hversu lengi stóð hlerun yfir í hverju tilviki?
     5.      Hver var réttarstaða þess sem var hleraður og aðgerð beindist að (grunaður, tengsl við grunaðan, annað)?
     6.      Hve oft hafa samskipti grunaðs manns og lögmanns verið hleruð? Hvernig hefur verið farið með þau rannsóknargögn?
     7.      Hve oft hafa samskipti lögmanns sakbornings við aðra en sakborning verið hleruð?
     8.      Hve oft hefur hinum hleraða verið tilkynnt um aðgerðina, sbr. 2. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála, og hversu langur tími leið frá hlerun þar til tilkynnt var um aðgerð? Svar óskast sundurliðað eftir málum þar sem:
                  a.      tilkynnt var um aðgerð áður en ákæra var gefin út,
                  b.      tilkynnt var um aðgerð í málum sem lauk með öðrum hætti en með útgáfu ákæru,
                  c.      tilkynnt var um aðgerð eftir að ákæra var gefin út.
     9.      Hve mörgum sem hafa sætt hlerun hefur enn ekki verið tilkynnt um aðgerðina, sbr. 2. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála, og af hvaða ástæðum?


Skriflegt svar óskast.