Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 727 —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillagaum frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013.

Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (KÞJ, RR, ÁsbÓ).


     1.      Við Sundurliðun 1. Heildartekjur samtals lækki um 3.300 m.kr.
     2.      Við Sundurliðun 2:
Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Við 09-989 Ófyrirséð gjöld
1.90 Ófyrirséð gjöld
5.285,0 -3.300,0 1.985,0

Greinargerð.


    Til að draga úr áhrifum skatta- og verðlagshækkana á verðtryggðar skuldir heimilanna er hér lagt til að verðlagsuppfærsla skatta á áfengi (500 m.kr.) og tóbak (1.000 m.kr.) í frumvarpinu verði dregin til baka. Jafnframt verði dregin til baka hækkun á vörugjaldi af matvælum (800 m.kr.) og verðlagsuppfærsla á almennu og sérstöku vörugjaldi af bensíni, svo og olíugjaldi, kílómetragjaldi og bifreiðagjaldi (1.000 m.kr.). Á móti er lagt til að liðurinn Ófyrirséð gjöld lækki um sömu fjárhæð.