Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 448. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 738  —  448. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á búnaðarlögum og lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (leiðbeiningarþjónusta, búvörusamningar o.fl.).


Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



    Á eftir 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Á árunum 2012–2017 er óheimilt að binda gildi samninga sem gerðir eru á grundvelli 30. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, og búnaðarlaga, nr. 70/1998, fyrirvara um breytingar á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands sem kunni að leiða af niðurstöðum viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fallið skal frá þegar gerðum fyrirvörum þessa efnis.

Greinargerð.

    Samkvæmt skoðanakönnunum er meiri hluti landsmanna andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Að sama skapi vill stór hluti landsmanna draga aðildarumsókn Íslands til baka. Þarflausir fyrirvarar voru settir í samningum við samtök bænda síðasta haust.