Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 787  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillagavið frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Birki Jóni Jónssyni,
Eygló Harðardóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Höskuldi Þórhallssyni,
Sigurði Inga Jóhannssyni, Siv Friðleifsdóttur, Vigdísi Hauksdóttur.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breyting á sundurliðun 2:
Við 06-735 Sóknargjöld
1.10 Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar
     1.680,0 286,0 1.966,0


Greinargerð.


    Hér er lögð til hækkun á sóknargjöldum til þjóðkirkjunnar, sbr. nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012 (þskj. 466 á 140. löggjafarþingi) þar sem segir: „Þjóðkirkjan hefur vakið athygli fjárlaganefndar á misræmi við útfærslu á niðurskurði framlaga undanfarinna ára. Þannig hafa framlög til sóknargjalda lækkað mun meira en sem nemur hagræðingarkröfu á almennan rekstur ríkisins. Innanríkisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að leggja mat á afleiðingar niðurskurðarins. Í kjölfar þess að nefndarálit verður kynnt ráðherra og Alþingi mun ráðuneytið bregðast við ábendingum með tillögum til Alþingis um breytingar á fjárframlögum við undirbúning fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013.“